Nýr skattur!

Burokratar i hringFlokknum mínum fatast flugið núna. Leggur fram frumvarp um nýjan skatt, náttúrupassa, þegar draga átti úr ríkisumsvifum og skattlagningu! Bætum þessu við matarskatts- klúðrið og þá spyr maður sig hvort hressa þurfi ekki upp á minnið hjá flokksmönnum í ríkisstjórninni um Landsfundar- ályktun og til hvers þau voru kosin. Lækka skatta og draga ESB- umsókn til baka. Það tekur ekki árin. Það á að gerast strax.

Vinstra vesen

Skattlagning eins og náttúrupassinn býður upp á allan vinstri- vesen pakkann eins og hann leggur sig: höft á frelsi fólks, ósanngjarna skattlagningu, mismunun, útþenslu ríkisbattería, eftirlitsplágu, riflildi um skiptingu tekna, óþarfa kostnað og meiri völd til ríkisins. Það gefur auga leið að amk. helmingur upphæðarinnar fer í ofangreint, eflaust meira, enda vindur svona lagað upp á sig með tímanum.

Þurfa tiltal

Ráðamenn í Sjálfstæðisflokknum þurfa augsýnilega tiltal frá flokksmönnum núna. Eins gott að Landsfundur er í nánd. Við skulum rétt vona að svona vitleysur verði leiðréttar fyrir þann tíma og náttúrulega að ESB- umsóknin muni hafa verið dregin til baka.

 

 

 


mbl.is Náttúrupassi samþykktur í ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. nóvember 2014

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband