7000 manns á dag

Mass migrationNú er upphaf afleiðinganna af flóttamannastefnu í ESB ljóst, þar sem 7000 manns koma ólöglega yfir Miðjarðarhafið að meðaltali á dag inn á Schengen- svæðið, sem Ísland tilheyrir. Þýskaland og Svíþjóð hafa tekið við mörgum, en vandræðin hrannast upp þar. Búist er við 350.000 manns inn í Svíþjóð á þessu ári og því næsta, með kostnað upp á 900 milljarða króna í ár, en það eru tæpir 2,5 ma. króna á dag. Nú heyrist frá Þýskalandi að sumir flóttamannanna vilji ekki aðlagast samfélaginu og t.d. læra þýsku, heldur halda áfram sínum háttum og ætla síðan heim aftur þegar færi gefst. Erfitt ef það verður algengt.

Eins og segir í nýrri ályktun Landsfundar Sjálfstæðisflokksins:Þörf er á endurskoðun Schengen-samstarfsins vegna þróunar í Evrópu með hagsmuni Íslands að leiðarljósi.

Við megum engan tíma missa í að halda stjórn á landamæra- eftirliti en glundra henni ekki niður eins og ESB gerði.

 


mbl.is 218 þúsund á einum mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. nóvember 2015

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband