Verjendur Schengen efast skiljanlega

VarudAðeins gallharðasti kjarni Schengen- samstarfs- aðdáenda reynir enn að verja þau mistök, en þó glittir í varnagla núna, sbr. Björn Bjarnason á Fésbókinni í dag: „Samstarfið í núverandi mynd hefur hrunið og við því þarf að bregðast.“ Enda girða Schengen-löndin sig nú af. Þegar að meðaltali einn af hverjum tíu (niður í 1/100) sem ferðast innan ESB með ESB vegabréf er borinn saman við gagnagrunn Schengen um hryðjuverkamenn er ekki von á skilvirkni. Líka þegar allt að 100.000 óskráðir koma inn á einu ári og kannski 15 milljón flóttamanna bíða á ytri jaðri Evrópu.

Schengen-kort WikipediaYfirklór ESB

 

Samningurinn er sundurtættur og yfirklór ESB að auka tilviljanakenndar skoðanir á milli landanna gerir ekkert. Hryðjuverkamenn ferðast inn í gegn um glæpasamtök, sem einmitt fóðra Evrópu á flóttamönnum, þannig að tengslin eru skýr. Kostirnir við það að hleypa hryðjuverkamönnum inn um bæjardyrnar geta ekki vegið það upp að halda þeim úti með eftirliti. EES- löndin hætta varla samstarfi við Ísland þótt Schengen verði formlega slegið af, sem þegar er að gerast í raun.


mbl.is Kostirnir við Schengen fleiri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. nóvember 2015

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband