Schengen fortíðin, Tyrkland í ESB?

TyrkirDonald Tusk, forseti Evrópuráðsins, sagði í dag að Schengen svæðið muni brátt tilheyra fortíðinni, nema skilvirk tök á ytri landamærum ESB verði tryggð.

Tyrkland inn í ESB?

Nú er Tyrkland í miðju atburðanna og ætlar sannarlega að nota trompin á hendi til þess að áratuga löng umsókn þessara 77,5 milljón múslima að ESB verði loks samþykkt. Svo vill Tyrkland fá greidda 3 milljarða Evra frá ESB vegna flóttamanna. Tromp Tyrklands eru m.a. flæði flóttamanna, NATO aðildin, gasið inn til Evrópu og baráttan gegn verstu öfgasamtökunum. Tyrkir vilja frjálsan aðgang inn í allt ESB.

Segið svo að flóttamannadeilan, Schengen, NATO- og ESB- aðild séu ekki tengd mál.

Hér eru nokkrar setningar fengnar að láni frá BBC (og hér að ofan að hluta):

EU is offering Turkey €3bn ($3.2bn; £0.7bn) over two years towards tightening border controls and improving conditions for those large numbers of migrants and refugees still within its borders. "Turkey now wants €3bn a year to invest the money in schools and accommodation. We will meet somewhere in the middle." It wants visa restrictions to be lifted for Turkish citizens travelling to Europe. "Today is a historic day in our accession process to the EU" . Turkey holds the cards in these negotiations and is likely to use its leverage as much as it can.


mbl.is Ísland standi við stóru orðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framhald á hreinni blekkingu

Heitara KaldaraEnn fer mbl.is frjálslega með staðreyndir um loftslagsmál. Látið er eins og aðgerðir manna munu breyta loftslagi á 15 árum ("að fimmtán árum liðnum, sé ekk­ert gert til að hindra fram­gang henn­ar"). Nákvæmlega enginn málsmetandi aðili heldur því fram, enda teygjast plönin núna til 2100, til þess að módelin taki það inn hve langan tíma það taki að snúa ferlinu í færibandi heimshafanna, ef það væri hægt fyrir mannfólkið að kæla heiminn.

Vinsamlegast haldið ekki fram hreinum blekkingum, það er nóg af þeim annars staðar.


mbl.is „Það er ekkert plan B“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. nóvember 2015

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband