París: Hinir ríku borgi 35 ma.kr. á dag

Paris loftslagsradstefnaNiðurstöður loftslagsráðstefnunnar í París eru þær, að ríku þjóðirnar borgi hinum fátækari andvirði 35 milljarða króna á dag, svo að hinar fátækari geti aðlagast loftslagsbreytingunum sem hinar ríku eiga að hafa valdið. Þegar listi þessara ríku greiðandi þjóða er skoðaður, þá sést að þar eru t.d. sömu Suður- Evrópuþjóðirnar og eiga í Evrukrísunni, en þeir fundir vegna hennar og féllu í skuggann eru einmitt álíka margir núna og loftslags- krísu fundirnir 21.

Milljarða út í loftið

Fjármögnun þessa milljarða út í loftið hlýtur að reynast þessum ríku hagvaxtarlausu þjóðum auðveld, eða hvað? T.d. greiði franskir þegnar vegna iðnbyltingarinnar 2700 milljónum Kínverja og Indverja stórfé til þess að hinir síðarnefndu nái að aðlagast fyrr og bæta sinn hagvöxt enn meir í kolabruna sínum, á meðan ESB dinglar um 0-1% hagvöxtinn sinn.

Olia 2009-2015Ódýr orka

Nú fór olíutunnan niður fyrir 36 dollara, en hún náði 145 dollurum um hrunið. Engar hömlur eru á framleiðslu og líkur eru á álíka lágu orkuverði framundan. Þetta auðveldar hagvöxt flestra ríkja, nema þeirra sem takmarka kolvetnisbruna sinn. Nú þegar leiðtogar þjóðríka heims eru komnir heim til sín frá París, þá sjá þeir í þynnkunni að loforðin þeirra voru út í loftið og verða aldrei efnd, enda ber þeim að hugsa fyrst og fremst um öryggi og hag sinnar þjóðar, sem þau voru kosin til þess að stýra, ekki einhvers heims- kjaftaklúbbs fjörutíu þúsund manna.

 


mbl.is Hvað felur Parísarsamkomulagið í sér?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. desember 2015

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband