Það nýjasta er það kaldasta

Kina kuldiVeðurfar hér á þessari öld hefur ekki farið hlýnandi, þrátt fyrir "heita" árið í fyrra, 6,6°C. En 2015 er það kaldasta, um 5,0°C og það næsta stefnir í kuldann frekar en hitt. Nýjustu upplýsingar eru yfirleitt marktækastar. Ísland sendir tugi manna til Parísar á loftslagsráðstefnuna til þess að koma í veg fyrir upphitun heimsins að meðaltali, með mælanlegum árangri eftir 85 ár. Mikill er máttur mannsins.

Metnaðarfull áætlun

En ef metnaðarfull áætlun góða fólksins nær árangri, þá munar um 2-3°C á því hvort tekið sé til aðgerða eða ekki. Það er einmitt nær sama hitastig niður og var á Íslands kaldasta ári mældu, árið 1892. Um það leyti gerðust Íslendingar upp til hópa flóttamenn vegna óáran og veðurfars eins og afi minn og amma í móðurætt.

Meðaltal heims

Sumarið á Íslandi er víst að meðaltali ekki nema 3 vikur (ef sumar er 10°C +). Nú þegar sumt fólk vonast eftir kornrækt og aðstæðum á við landnámstímann, en bið verður á því, þá grípur heimurinn til aðgerða af því að eyðimerkurhitinn hækkar kannski í Afríku. 

Út til Parísar

Nú verður æ erfiðara fyrir 101 miðbæjarfólkið að komast á milli menningarviðburða vegna snjóa. En það er þó rutt til Keflavíkur svo að þau geti flogið til Parísar og sammælst um að kæla heiminn.


mbl.is Árið til þessa það kaldasta á öldinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. desember 2015

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband