Tillaga um myrkvuð kvöld

Dali-klukkurTímasóun þingsins þessa dagana felst m.a. í tillögu um að myrkva kvöldin og eftir- miðdagana. Bjartari morgnar er markaðssetning iðn-byltingarinnar á þessari ömurlegu tillögu sem fækkar gleðistundum íslenskra fjölskyldna. Hvort skyldu þær vera fleiri í fjörinu við kókópöffsið á morgnana eða í leik eftirmiðdagsins? Barnið er örugglega hamingjusamara í fótbolta fram á vorkvöldið heldur en aðeins meiri birtu á leiðinni í flúorljós skólans.

Vinsamlegast biðjið þingmenn um að hætta þessum hringlanda, sem lauk með sæmd árið 1968, þegar okkur bar líka gæfa til þess að færa umferðina yfir á hægri hlið. Verður allt að vera óstöðugt á Íslandi?


mbl.is Óvíst um afdrif klukkutillögu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. maí 2015

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband