Verkföll valda jafnan tjóni

SvinTjón af völdum verkfalla er oft mest hjá þeim sem tengjast ekki baráttunni og geta engin áhrif haft á niðurstöðuna. Birgðasöfnun hjá kjúklinga- og svínabændum er gott dæmi, en kjötið er þeim verðlaust fljótlega eftir frystingu og geymslu, hvað þá í frystigámum. Hvernig haldið þið að mórallinn verði á milli bænda og dýralækna eftir að þar hefur verið "samið"? Bóndinn sem þarf að skipuleggja svínarækt sína mörg ár fram í tímann er settur á knén til þess að þrýsta á ríkið um launahækkun fyrir dýralækninn.

Kjötmarkaðinn riðlast í þó nokkurn tíma eftir verkfallið, þar sem koma verður út verðlitlu kjöti eða helst að farga því. Það kippir undan stoðum eðlilegs rekstrar og kröfur á ríkið aukast.

Nær væri að þeir sem starfa hjá ríkinu sættist á það við ráðningu að úrskurður um launadeilur verði hjá ákveðnum gerðadómi. Verkföll hæfa ekki nútímasamfélagi.


mbl.is 500 tonn af kjúklingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. maí 2015

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband