Nokkrar þjóðir myndu tapa mest á NEI-i Grikkja

Grikkir skuldirStærstu skuldareigendur Grikkja hljóta að standa mest gegn NEI svari í þjóðaratkvæða- greiðslunni í Grikklandi í dag. Hér sést að um tveir þriðju hlutar skuldar- eignarinnar eru í höndum Þýskalands, Frakklands, Ítalíu og Spánar. Auk þess ráða þessar þjóðir miklu í Evrópska seðlabankanum ECB og í AGS. NEI- svar þýðir án efa verulega niðurfellingu þessarra eigna og er því andstaðan skiljanleg. En ef það gerist, þá verður órói í S- Evrópulöndunum þremur af þessum ríkjum verulega líklegur, þar sem aðhaldsaðgerðir þeirra sjálfra virðast fara beint í að hjálpa Grikkjum. 

Blessun

Þessi klemma sýnir vel hvernig Evran ruglar upp fjármálum Evruríkjanna og veldur misklíð á milli þjóða, sem ekki sér fyrir endann á. Mikil er blessun okkar að þurfa einungis að sinna eigin fjármálum, ekki vinaþjóða okkar. Lifum áfram í friði án ESB- umsóknar.GrikklandSkuldir Lanadrottnar


mbl.is Grikkir greiða atkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. júlí 2015

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband