Hlutabréf í Evrulöndum falla

EvropaFellurÍslenski markaðurinn fékk skell í dag, en Evrulöndin mun meiri, um 5-7% yfirleitt. Allt tal um stöðugleika þess svæðis hlýtur að þagna á degi sem þessum, enda er þýska DAX- vísitalan núna um 22% frá hátindi sínum og þó er framtíðarsýnin hvað björtust varðandi Þýskaland, sem hefur Evrulöndin á herðum sér.

Grikklandi lokið

Fall Grikklands fram af björgum í dag sýnir fáránleika þess að gera samninga um sölu síðustu ríkiseigna þeirra og að fá lán án þess að skera skuldir enn frekar niður. Upphæðirnar eru svimandi og landið er komið á vonarvöl.

Noregur sígur með olíunni

Nú man Noregur betri tíma. Hráolían hrapaði niður fyrir 40 USD, sem er langt undir kostnaðarverði og tapið eykst. Atvinnuleysi þar hafði aukist fyrir, svo að nú hlýtur margur Íslendingurinn að snúa heim aftur, enda hækkar olían vart þegar Íran kemur með sína framleiðslu inn á markaðinn.

Ál og hrávara

Álverð féll eins og annað, um 7% í dag svo að við munum finna fyrir því líka. En hér rignir og hlýnar aðeins, þannig að vonandi bætist aðeins í lónin, sem ég sá að eru ansi lág, ss. Blöndulón.

Nú eru breytingatímar.


mbl.is Rauður dagur í Kauphöllinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. ágúst 2015

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband