Þvingum okkur sjálf úr viðskiptum

Russia tradeban StatistaStuðningur íslenskra stjórnvalda við viðskipta- þvinganir á Rússa var fyrirsjáanlegt stórslys. Við erum friðsöm smáþjóð sem lifir á viðskiptum, en ESB og Bandaríkin nota þessa kúgunartakta til þess að ná fram pólitískum markmiðum sínum. NATÓ er varnar- bandalag sem við styðjum réttilega, en ekki þegar það er misnotað í valdatafli stórveldanna í að fara út fyrir umboð sitt.

Hverjir þjást mest?

Viðskipti stuðla jafnan að friði en viðskipta- þvinganir auka ófrið og valda þeim sem minnst mega sín í viðtökulandinu mestu tjóni en síðan þeirri þjóð sem leggur bannið á eða styður það. Tjónið sem skammsýni íslenskra stjórnvalda veldur með þessari fylgispekt við ESB er ekki aðeins beint, heldur heilmikið óbeint tjón. T.d. fyllast allar frystigeymslur núna sem hrúgar upp kostnaði á öðrum sviðum en með makríl, þannig að arðbær rekstur rýkur í taprekstur.

Frið frá stjórnvöldum

Stjórnmálamenn deila út í eitt um milljónakostnað en vaða óhindrað í tekjuskerðingu upp á tugi milljarða króna í misskildum stuðningi við valdbeitingu á efnahagssviðinu. Höldum hlutleysi okkar og látum stórþjóðir um að skapa sér vandræði með refskák sinni. Drögum þennan stuðning við efnahagsaðgerðir gegn Rússum (eða raunar hverjum sem er) til baka strax.

 


mbl.is Erfitt setji Rússar bann á Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. ágúst 2015

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband