Schengen er sprungið

Afghanir antiwarNú er flestum orðið ljóst að Schengen sem landamæraeftirlit er löngu sprungið. Hver þjóðhöfðinginn af öðrum viðurkennir það að óbreytt uppsetning kemur ekki í veg fyrir flóttamannastraum sem endar í milljónum manna. Þessi tilraun mistókst vegna hönnunargalla í upphafi, líkt og Evran gerði gagnvart Evruþjóðum. Hvorttveggja kallar nú á verulegar fórnir hverrar þjóðar og miðstýringu, sem gengur þvert á lýðræðislegan rétt þjóðanna til þess að standa vörð um þjóðskipulag sitt. 

Óstjórnandi flóð

Við horfum upp á mannmergðina vaða inn á Schengen- svæðið úr mörgum áttum. Þannig fóru amk. 100.000 manns óskráðir inn í Evrópu og verða líklega 800.000 manns inn í Þýskaland á þessu ári.  Um 80% fólksins er frá Sýrlandi, Afghanistan eða Erítreu, allt stríðshrjáðum löndum. Um 75% heildarinnar eru fullorðnir karlmenn og amk. 90% þeirra eru múslimar. Líkurnar á því að þeir fái flestir vinnu og aðlagist fljótt friðsömu vestrænu þjóðfélagi án vandræða og virði t.d. full réttindi kvenna verða að teljast afar hæpnar. 

Öryggi strax

Schengen setur Ísland í erfiða stöðu vegna öryggismála. Nýjar aðstæður krefjast þess að við segjum okkur úr Schengen- aðildinni en lýsum yfir fullum vilja til þess að halda samvinnu áfram við Interpol ofl. og á grundvelli EES- samstarfs. Setjum aukinn kraft í landhelgisgæslu og verjum rétt okkar til þess að halda áfram að vera öruggasti staður á jarðríki, eins og kom fram fyrir skemmstu. Bíðum ekki eftir vandræðum til þess að taka til aðgerða, framkvæmum strax.

Auk þess legg ég til að ESB- umsóknin verði almennilega dregin til baka.

 


mbl.is „Mikilvægt fyrsta skref“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. september 2015

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband