BBC er RÚV Bretlands

Kommunista hendiFurðleg tilhneiging er þetta hjá MBL.IS að lepja upp álit og fréttir BBC ómeltar, hvað þá um Bandaríkin eða Trump forseta. BBC hefur sannað sig ítrekað að fara nærri jafn vinstri- frjálslega með fréttir í túlkunum sínum eins og RÚV gerir alla daga.

Auk þess er BBC með sömu þráhyggju og RÚV með flóttafólk, þróunaraðstoð, ESB, kolefnismál og t.d. kynferðislega áreitni, en gegn Trump, Brexit, Evrópskum "popúlistum" (sem eru víst bara til hægri), bankafólki og tekjuháu fólki yfirleitt.

Bandaríkin um Bandaríkin

En af hverju ætti að leita til BBC um það hvernig róttækar skattkerfis- breytingar koma út fyrir Bandaríkin? Aðalfréttin er sú, að samkeppnishæfi bandarískra fyrirtækja stórbatnar við það að fyrirtækaskattar verði lækkaðir úr 35% í 20%, sem ætti að færa ýmis stórfyrirtæki heim til USA og vera mikill hvati fyrir smærri fyrirtæki. Svo verður allt að 68% hærri skattafrádráttur til miðstéttarinnar en nú er og líka t.d. til einstæðra mæðra. Ný ríkisstjórn Íslands mætti læra margt af þessu.

Ekki vitna í BBC

Vitrænna væri að kíkja á Wall Street Journal eða amk. andstæða póla þegar fjallað er um Bandaríkin. BBC ætti ekki að styrkja frekar en RÚV, það úrelta batterí sem enginn þorir að fara með í endurvinnslu.

 


mbl.is Meiriháttar skattkerfisbreytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. desember 2017

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband