Borgarlína er bilun

BusChaosGóður fundur viðskiptafræðinga, Frosti fór á kostum í gagnrýni sinni á nýjustu bilun borgaryfirvalda. Borgar- lína sig? Alls ekki, hún tekur fé frá bráð- nauðsynlegum vegaframkvæmdum í áframhaldandi tilraun að herferð, sem kostar 900 m.kr. á ári til þess að auka hlutfall strætófarþega úr 4% ferða en er samt fast í 4% eftir mörg ár af þeirri sóun. Hin 96% fólksins mega bara borga og brosa.

Rangar spár

Nú á síðan sama fólkið og gerði kolrangar umferðarspár en hundsaði niðurstöðurnar að fá umbun fyrir það með því að gera aðrar vitleysuspár og hundraðfalda fjárausturinn í strætó, kallað hann Borgarlínu og þvinga bílnotendur til þess að taka hana inn, svo að sósíalísk nauðungarmódelin gangi upp hjá þeim. Ef þetta væri einkafyrirtæki væri löngu búið að reka hverja einustu manneskju sem héldi áfram í þessa átt.

Ástand vega versnar

Meirihlutanum í Borgarstjórn er alvara með það að keyra þessa þvingun í gegn, þótt ekki standi steinn yfir steini þegar allt er skoðað almennilega. Sömu króninni verður ekki eytt tvisvar: sem fer í að laga og bæta vegina strax eða er kastað í Borgarlínu Draumalandsins.

Nú er komið nóg, á skal að ósi stemma.

 


mbl.is Tekist á um grundvallaratriði borgarlínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísbirnir bjarga sér

Isbjörn myndEin helsta bábilja BBC og annarra í Hópi um heimshlýnun af mannavöldum er sú, að ísbjörnum sé að fækka. En þar sem ekki er rétt að fullyrða það, þá er það gefið í skyn með því að benda á líkamlegt ástand ísbjarna á einu af nítján svæðum þeirra undirtegunda á norðurheimskauts- svæðinu. Sannleikurinn er sá, að heildarfjöldi ísbjarna hefur staðið í stað í áratugi og þeir blómstra á sumum stöðum.

Veiðin ræður

Það sem hefur helst ráðið fjölda ísbjarna er veiði og veiðikvóti. Noregur og Manitoba- fylki Kanada banna slíkar veiðar, en annars staðar halda frumbyggjar norðursins áfram veiðum undir eftirliti. En ímyndin sem BBC og Co. heldur á lofti, er í Youtube- myndbandinu af fárveikum ísbirni við dauðans dyr að leita sér fæðis, við það að falla úr hor. Þannig næst að halda þeim þætti réttrúnaðarins á lofti með villandi frásögnum af einhverjum hörmungum, sem er bara náttúran að hafa sinn gang.

 


mbl.is Hungrið sverfur að hvítabjörnunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. febrúar 2018

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband