Vilja fækka frí- birtustundum

Kaffiklukka

 

KaffiklukkaAndstæðingar dagsbirtunnar í frítíma Íslendinga láta ekki deigan síga og stofna ráð og nefndir á kostnað okkar allra fyrir þessi hugðarefni sín. Þeir vilja snúa klukkunni þannig að hástaða sólar í Reykjavík verði klukkan rúmlega tólf, í staðinn fyrir rúmlega eitt, eins og allar götur síðan árið 1968, þegar hætt var að hræra í klukkunni.

Heim í myrkri

Breytingin myndi þýða það, að t.d. um jólin sé sólin á lofti frá kl. 10:22 til kl.14:32, í stað kl. 11:22 til 15:32 eins og verið hefur. Að sama skapi, í febrúar og október færist sólarlagið frá því að vera fyrir klukkan 18 í dag í það að verða fyrir klukkan fimm, rétt áður en haldið er út í stíflaða umferð þess dags.

Meiri birtu!

Heillegur frítími flestra á hverjum virkum degi er eftir nám og vinnu. Veturinn í Reykjavík telur sjö mánuði í mínum huga og illt er að fjölga myrkurtímum hans verulega með þessari breytingu.

Látum klukkuna í friði og veljum kost númer eitt í Samráðsgáttinni, ekta vinstri gervi- lýðræðisbatteríinu.


mbl.is Breyting á klukkunni í samráðsgátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. janúar 2019

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband