Umsögn er ekki atkvæðagreiðsla, en þó

Sveigdur timiSamráðsgátt um tímahringl ríkisins hefur opið á umsagnir, sem fólk virðist skilja sem atkvæðagreiðslu, en það er ekki svo. Líklega verður fjöldi umsagna fylgjandi breytingu notaður sem stuðningur við frumvarpið um breytingu á klukkunni, en það tvennt er ekkert tengt í raun.  Hér er mín umsögn þar inni:

Veljum A, óbreytt tímabelti. Lífsstíllinn á norðurhjara skiptir meginmáli og þá helst tími með manns nánustu, sem er helst eftir nám eða vinnu hvers dags. Núverandi kerfi hámarkar birtu eftirmiðdagsins og inn á kvöldið, frá hausti til vors. Eftir breytingu styttist sá birtutími.

Þunglyndi fylgir breiddargráðum sannanlega á skýran hátt og breytingin er líklegri til þess að gera það verra. Unglingar á Egilsstöðum fara varla hálftíma fyrr að sofa í dag en jafnaldrar þeirra í Keflavík, þótt sólin sé hálftíma fyrr á ferðinni fyrir austan. Instagram- herferð um svefnvenjur hefur mun meiri áhrif á þeirra hegðun en hringl ríkisins með klukkuna.


mbl.is Stuðningur er við seinkun klukku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. janúar 2019

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband