Arðinn beint til eigendanna, takk

RafmagnLandsvirkjun gerir rétt í að greiða niður skuldir og að fjárfesta til framkvæmda, en rangt í því að halda ekki orkuverði lágu til eigendanna, heimilanna í landinu og smærri atvinnurekenda, sem ættu að hagnast á þeirri hagkvæmni sem fylgir orkuvinnslu og -notkun í miklum mæli. Í staðinn stefnir fyrirtækið að arðgreiðslum til pólitíkusanna, sem komast upp á lagið með að nota það fé til hvaða gæluverkefna sem þeim dettur í hug hverju sinni, óháð orkuvinnslu með öllu.

Hagur heimilanna

Heimilin á Íslandi eru með 5% orkunotkun heildarinnar hér og vinnslufyrirtæki önnur en stórnotendur nokkur prósent í viðbót. Landsvirkjun ætti að halda áfram þeirri stefnu sem mörkuð var í upphafi, að láta þessa aðila njóta þeirrar sérstöðu, sem sköpuð hefur verið hér á landi í orkuvinnslu. Þess í stað stefnir stjórn fyrirtækisins á það að hækka verðin að nauðsynjalausu til samræmis við lönd Evrópusambandsins, í allri þeirra orkukrísu. Stefnt er að arðgreiðslum sem markmiði í þessu þjónustufyrirtæki fjöldans. Hagur fólksins sjálfs skiptir öllu meira máli en að ríkið bólgni enn meira út en orðið er.

3. orkutilskipun ESB gegn þjóðarhag

En Landsvirkjun bítur líka höfuðið af skömminni með því að eyða milljarði króna og hluta starfsorkunnar í könnun og áætlanir um rafstreng til Evrópu, eins og Þriðja orkutilskipun ESB gengur út á að gera fært, með yfirstjórn þeirra mála til ESB. Einnig yrði strax krafa um skiptingu og sölu Landsvirkunar ef svo færi. Snarhækkun raforkuverðs til heimilanna og annarra liggur fyrir ef sæstrengurinn yrði að veruleika. Stjórn Landsvirkjunar á ekki að ganga fyrir um þennan útflutning á raforku, sem er allt annað en stofnað var til með fyrirtækinu frá upphafi.

Grunngildi

Þess má geta að samanlagt leiðnitap á endastöðvum sæstrengsins yrði jafnt notkun heimilanna og smærri notendanna. Því færi orkan sú beinlínis út í loftið. Komum í veg fyrir að 3. orkupakkinn verði innleiddur og látum Landsvirkjun standa við upphafleg grunngildi sín.

 

 


mbl.is Landsvirkjun greiði 3-4 milljarða í arð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. mars 2019

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband