Meginþorri Sjálfstæðisfólks gegn 3. orkutilskipun ESB

Hendur i hlekkjumFurðu vekur að ráðandi ríkisstjórn með VG og Sjálfstæðisfólk í forsvari skuli leggja fram frumvarp um 3. orkutilskipun ESB. Þar eru flokkar sem hafa marg- staðfest andstöðu sína á flokksþingum við framsal valds til ESB. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins og langflest flokksfélög hans í Reykjavík hafa lagst gegn þessari innleiðingu, sem stýrð er af embættismanna- kerfinu, gegnsýrðu af ESB og dásamar nú allar sjálfkrafa viðbætur við EES- samninginn gamla.

Sjálfkrafa upplausn

Grasrótin í Sjálfstæðisflokknum er seinþreytt til vandræða, en getur ekki orða bundist nú, með þessari stóru atlögu að fullveldinu. Að sama skapi ætti grasrót VG að gera sér grein fyrir því, að sjálfgefið er að Landsvirkjun verði skipt upp og virkjanir seldar eftir gjörð þessa, þar sem rafmagn verði þá skilgreint sem vara en ekki auðlind og samkeppni við Evrópulönd verði jöfnuð. Raforkuverð til heimilanna rýkur þá upp.

Grasrót gegn kúgun

Af einhverjum orsökum ná þessi sönnu skilaboð ekki inn til grasrótar VG, heldur er Samfylkingar-hluti þess flokks ansi fyrirferðarmikill í umræðum um þessi mál og vill gjarnan þvæla því áfram, þótt staðreyndirnar séu skýrar. Því betur sem tilskipunin er skoðuð, því hærra öskrar kúgunarvaldið á mann. Fáum þingmenn til þess að taka þetta sundurlyndismál af dagskrá þingsins strax.  

 


mbl.is Frestar orkupakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. mars 2019

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband