Sleppið að leggja Orkupakkann fram

Tilskipun hendiBretar eiga að yfirgefa ESB eftir átta daga, en Ísland hefur níu daga til þess að leggja Þriðju orkutilskipun ESB fyrir Alþingi. Best færi ef sleppt yrði að leggja Orkupakkann fram, þar sem engin knýjandi nauðsyn er á því og margt þarfara er að ákveða á þinginu.

Frumvarp til óþurftar

Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins munu samt leggja þennan ósköpnuð fram ("það er auðvitað markmiðið"), eflaust til þess að friðmælast við þann litla hluta ESB/EES- sinna flokksins sem ekki fór yfir í Viðreisn Samfylkingar. En engin þörf er á því, þar sem Sjálfstæðis- flokkurinn skv. landsfundi sínum, stendur skýrt gegn því fullveldisafsali sem í tilskipuninni felst.

Takið eftir, þetta er ESB-tilskipun. 27 Evrópulönd suðu hana saman (eða raunar mest Þýskaland og Frakkland) og henni verður ekki breytt núna af þjóð sem gerði samning um viðskipti við ESB fyrir áratugum síðan.

Letjum ráðherrana til þess að leggja frumvarpið fram.


mbl.is Orkupakkinn fyrir lok mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. mars 2019

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband