Suðaustan þvæla

Frá ESB í Brussel berst reglulega tormelt þvæla, með orðalagi og tilvísunum vísvitandi í hring, sem aldrei yrði samþykkt sem lög á Íslandi ef skýrt væri að orðum kveðið. Þessi texti ESB- tilskipunar yrði t.d. aldrei samþykktur hér:

Viraflaekja1.gr. ESB fer með yfirstjórn orkumála á ESB/EES- svæðinu í gegn um stofnanir sínar. 2. gr. Orkuverð á EES/ESB svæðinu öllu skal vera samræmt og refsingum beitt ef því er ekki fylgt. 3.gr. Dómstólar ESB/EES hafa úrskurðarvaldið í orkumálefnum svæðisins. 

Ofangreindur texti kemst ekki á blað í ESB af því að hann er skýr og afdráttarlaus. Þess í stað er Ragnar Reykás fenginn í að semja texta sem segir það sama, en þvælir málefninu svo algerlega að öruggt er að Pírati á Alþingi eigi aldrei möguleika á því að skilja efnið, jafnvel þótt hann læsi það til enda.

Samþykkt og upptaka Þriðju orkutilskipunar ESB á Alþingi opnar greiða leið að auðlind okkar með hreinum þvælingi.

 


mbl.is Vill vísa orkupakkanum til þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. mars 2019

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband