Alvara á hæsta stigi

Fimm börn með E-kólí eitrun frá einu svæði hlýtur að teljast grafalvarlegt og hvað þá nú, þegar þau eru orðin tíu talsins eftir amk. 8 daga frá fyrsta smiti. Þegar svona gerist, t.d. í Bretlandi er bókstaflega öllu snúið við og teymi sett í að þrengja að uppruna vandræðanna. Sameiginlegi þátturinn hlýtur að fara að skýrast, enda á leitin að fara eftir alvöru málsins.

Óþægindi víkja fyrir nauðsyn 

Hugsunin um það, hvaða óþægindi eða álitshnekki leitin að smitinu skapar fyrir einhverja aðila má aldrei vega það þungt, að enn fleiri börn nái að smitast vegna frekari tafa. Setja þarf sérstakan kraft í það að þrengja þetta niður nú þegar. Hér þarf verulega ákveðni heilbrigðisyfirvalda, þar sem skaðinn getur orðið varanlegur fyrir viðkomandi.


mbl.is Tíu börn smituð af E.coli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. júlí 2019

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband