Augljós eftirgjöf fyrir regluveldinu

UndirThrystingiIllt er að horfa upp á hvert vígi Íslands af öðru falla gagnvart Evrópusambandinu, einmitt þegar þörf er á því að standa í sjálfstæðar lappirnar. Það er þó ekki reynt að láta ákvörðun um ferðabann og lokun lands líta út sem ákvarðanir íslensku ráðherrana, heldur viðurkennt:

MBL.is: "...við eig­um óhægt um vik að skor­ast und­an því,“ seg­ir Áslaug Arna í sam­tali við mbl.is og bæt­ir við sam­starf Evr­ópu­ríkja sé mik­il­vægt.

"...höf­um því beðið um að sér­stakt til­lit verði tekið til okk­ar þegar við sjá­um fyr­ir að við vilj­um fara aflétta þess­ari lok­un“.

Þannig að ESB ákveður bæði hvenær landinu verður lokað og opnað aftur. Þetta komu sem "tilmæli" ESB til Íslands, þannig að okkur var í lófa lagið að ákveða annað út af sérstöðu okkar. Þessi staða er orðin aumkunarverð.

Segjum okkur strax úr Schengen!


mbl.is Ísland tekur þátt í ferðabanni ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. mars 2020

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband