Einn maður, eitt atkvæði, loksins!

Pétur H. Blöndal alþingismaður bendir réttilega á að öflug hagsmunasamtök, t.d. Samtök atvinnulífsins geti notað afl sitt til þess að skekkja niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave- frumvarp ríkisstjórnarinnar. Framkvæmdastjóri SA hefur nú þegar gengið hart fram í því markmiði að mínu áliti eins og sjá má í tenglunum hér að neðan.

 

Veikara lýðræði með afskiptum samtaka

Lýðræðinu er ekki greiði gerður með þessum framgangi. Forysta SA (amk. Vilhjálmur) hefur haldið ESB- aðildarumsókninni hátt á lofti og sést ekki fyrir í þeim atgangi, sbr. í því að telja Icesave- “lausnina” vera það eina rétta í stöðunni. Raunar virðist það ekki einu sinni vera stefna samtakanna sjálfra (SA), heldur forystunnar, svo að þar er lýðræðið veikt, sem sést á vef SA (feitletrun mín):

 

SA vefur adalfundur

„Á sama tíma og samstaða ríkir um mikilvægi EES-samningsins eru skiptar skoðanir innan atvinnulífsins um kosti og galla mögulegrar aðildar Íslands að Evrópusambandinu. En þótt Evrópumarkaður hafi löngum verið langmikilvægasti útflutningsmarkaður landsins og aðgangur íslenskra fyrirtækja að honum sé greiður, ber jafnframt að tryggja eftir fremsta megni greiðan aðgang íslenskra fyrirtækja að öðrum mörkuðum. “


(Viðhorf SA til ESB)

„SA hafa ekki ályktað um inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Í desember 2008 voru kynntar niðurstöður skoðanakönnunar meðal félagsmanna SA um afstöðu þeirra til þess hvort samtökin ættu að beita sér fyrir aðild að ESB og upptöku evru. Könnunin sýndi meirihluta í fimm aðildarsamtökum SA fyrir því að samtökin beittu sér fyrir aðild Íslands að ESB og upptöku evru. En meirihluti í þremur aðildarsamtökum SA var því andvígur. Á grundvelli niðurstaðna könnunarinnar var staðfest að SA myndu ekki beita sér fyrir aðild Íslands að ESB. Samtök atvinnulífsins verða þó áfram virk í Evrópuumræðunni og munu Samtök atvinnulífsins gæta hagsmuna allra aðildarsamtaka á grundvelli þess að skoðanir eru skiptar um hvort sækja

eigi um aðild Íslands að ESB eða ekki.“

 

Einstaklingurinn í fyrirrúmi

Viðtöl við Vilhjálm Egilsson, framkvæmdastjóra SA fyrr og nú virðast bera með sér að einhugur sé um það innan aðildarsamtaka SA að þau kjósi aðild að ESB og að Icesave- samning ríkisstjórnarinnar beri að staðfesta í þjóðaratkvæðinu. En það er ekki svo og er ég því feginn að lýðræði þjóðaratkvæðagreiðslunnar sé í fyrsta sinn á Íslandi hið langþráða takmark, „Einn maður, eitt atkvæði“ og hvet ég hvern þegn landsins til þess að nýta sér þann dýrmæta rétt til þess að hafna alfarið Icesave- afarsamningunum.

 

Loksins er komið að því að munað getur um hvern kjósanda til beinnar ákvörðunar um framtíð þjóðarinnar. Látum stjórnir þungavigtar- hagsmunasamtaka ekki afvegaleiða okkur í því efni, á hvorn veginn sem er.

 

PS: Vilhjálmur í fréttum:

http://www.sa.is/frettir/almennar/nr/4714/

http://www.sa.is/frettir/almennar/nr/4716/

http://dagskra.ruv.is/ras1/4486849/2010/01/05/5/

http://www.visir.is/article/20100103/FRETTIR01/257458508


mbl.is Hætt við að umræðan skekkist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Góður pistill Ívar og tímabær. Athugasemdir þínar á fundinum í morgun voru einnig góðar. Ég hefði tekið undir þær ef ég hefði fengið orðið, eins og ég bað um en var hundsaður.

Loftur Altice Þorsteinsson, 9.1.2010 kl. 21:52

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk Loftur. En þú varst flottur í sjónvarpinu á Stöð 2! (eða var það á 1?).

Ívar Pálsson, 9.1.2010 kl. 22:05

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Hér er dæmi um vald samtaka gegn einstaklingum: Úr ræðu Jóhönnu Sig. á aðalfundi SA:

"Nú liggur fyrir niðurstaða nefndar um þróun Evrópumála þar sem Samfylkingin, ASÍ, Viðskiptaráð Íslands og jafnframt 70% af aðildarfélögum Samtaka atvinnulífsins eru sammála um að hagsmunum íslensku þjóðarinnar verði best borgið innan Evrópusambandsins og með upptöku evru. "

 

En hvað kjósa einstaklingarnir án afskipta þessarra hagsmunaaðila? Afgerandi gegn ESB- aðild.

 

Ívar Pálsson, 9.1.2010 kl. 22:34

4 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

ber jafnframt að tryggja eftir fremsta megni greiðan aðgang íslenskra fyrirtækja að öðrum mörkuðum.

Eru þeir ekki í mótsögn við sjálfa sig með þessu, telja að best sé að fara í ESB en vilja hafa aðgang að öðrum mörkuðum, er það þá ekki svolítið vitlaust að ganga í ESB klúbbinn (markaðinn sem við höfum aðgang að fyrir) og læsa okkur frá öðrum mörkuðum heimsins (þar sem allir samningar við aðila utan ESB þurfa að fara í gegnum ESB nefndir þegar þjóðir eru komnar í klúbbinn).

Halldór Björgvin Jóhannsson, 9.1.2010 kl. 23:41

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Gott að vita af ykkur í framlinunni Loftur og Ívar.  Það er annars undarlegt að heyra vælinn í Villa, þegar Össur þykist hafa fullvissu um að ESB umsóknin og ICESAVE séu algerlega aðskilin og óskyld mál.

Yeah right!

Ef samtök atvinnulífsins halda að það losni við gjaldeyrishöft með því að innleiða hér svarthol, sem mun gleypa upp allan okkar gjaldeyri næstu 15 árin, þá er augljóst að þeir stíga ekki í vitið. Þeir telja líka að vextir muni lækka og allt verða rosa dandy við þetta, sem er náttúrlega vitfirring af bestu sort. Hvert markmið þeirra með stuðningi við IceSave er mér alveg óljóst í raun.  Þeim hugnast kannski sú hugmynd að hægt verði að henda glöpum einkageirans yfir á pöbulinn í framtíðinni.

Vilhjálmur er Quislingur.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.1.2010 kl. 00:58

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

    Ég er byrjuð að hita upp,Þið sem eruð í framlínunni,muna að ég er á bekknum,sendi þaðan baráttukveðju.

Helga Kristjánsdóttir, 10.1.2010 kl. 05:32

7 Smámynd: Hrannar Baldursson

Jón Steinar: Þú veist að Quislingur þýðir landráðsmaður.

Hrannar Baldursson, 10.1.2010 kl. 20:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband