Hálf milljón tonn á sólarhring!

Hraunið upp úr Fimmvörðuhálsi er um hálf milljón tonn á sólarhring skv. NASA. Losun Íslendinga á gróðurhúsa- lofttegundum sem vandamál er hláleg í þessu samhengi. Ef þetta litla túristagos endist í mánuð, þá koma upp um 15 milljón tonn af hrauni, sem losar ekki aðeins koltvísýring, heldur einnig margfalt virkari gastegundir. Ef gosið heldur áfram í rúmt ár eins og síðast, þá nálgumst við 200 milljón tonn af hrauni upp á yfirborðið.

En Katla er yfir 90% líkleg til þess að gjósa þessi árin. Hún mun losa margfalt meira af gastegundum en þetta gos. Þegar Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra takmarkar hagsæld Íslendinga með losunarkvóta koltvísýrings, þá munar kvótamismunurinn því sem eldfjallið losar dögum skemur eða lengur. Afleiðingin er sú að við heftum því framleiðslu okkar á meðan öllu máli skiptir hvort eldgosin gangi í daga eða mánuði.

Þessar reiknikúnstir um losun manna á gróðurhúsalofttegundum eru kannski skemmtileg pæling fyrir einhverja, en fyrir okkur raunsætt fólk sem reynum að búa til verðmæti úr náttúruauðlindum með lágmarkstjóni fyrir umheiminn, þá eru þessi atvinnuhöft umhverfisráðherrans buna upp í vindinn, sem kemur beint framan í okkur.

hraun_upp_ur_fimmvorduhalsi.png


mbl.is Sex tonn af hrauni á sekúndu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur hefur þegar reiknað út CO2 losunina í gosinu. Hér er sú færsla. Í henni segir:

Gosið er því á þessu stigi búið að “menga” jafn mikið af koltvíoxíði og eitt prósent af árslosun alls iðnaðar og mannlífs á  Íslandi.  

Í annarri bloggfærslu skoðar hann heildarlosun CO2 í eldgosum á jörðinni. Þar kemur fram:

Það er ekki eins einfalt að áætla heildarlosun af koltvíoxíði frá eldfjöllum heimsins.  Þess ber að gæta að um 80% af öllum eldgosum eru neðansjávar, á úthafshryggjum, og  þvi tiltölulega óþekkt fyrirbæri. Samt er nú nokkuð gott samræmi á tölum um heildarútlosun koltvíoxíðs frá öllum eldfjöllum, bæði á landi og í sjó. Það er nú talið á bilinu 130 til 250 miljón tonn af koltvíoxíði á ári um allan heim.  Framlag eldfjalla er því aðeins 1/120 til 1/230 af heildarlosun koltvíoxíðs á jörðinni, eða vel innan við eitt prósent.  Sem sagt: það er ekki hægt að kenna eldgosum um loftslagsbreytingarnar, amk. ekki ío þetta sinn.

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 8.4.2010 kl. 11:51

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sæll Ívar. Manstu eftir því þegar menn héldu því fram að fargið vegna vatns við Kárahnúka gæti valdið eldgosum? Jafnvel var því haldið fram að skjálftavirkni við Upptyppinga væri vegna Kárahnúkalóns. Enn hefur ekki gosið þar og ég er þess fullviss að gjósi, segja sumir: Ég vissi það!

Nú er spurningin hins vegar sú, hvort nýja hraunið á Fimmvöðruhálsi valdi sliku fargi á landinu að það gjósi, og upp komi hraun sem valdi slíku fargi á landinu að það gjósi und so weiter ...

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 8.4.2010 kl. 14:43

3 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Ívar,

Hraun er nú ekki alveg það sama og CO2 svo ég sé nú ekki samhengið.  Mér finnst fáránlegt að eyða hundruðum milljarða við að eltast við álbræðslur sem skila litlu og taka langan tíma til að skila þeirri fjárfestingu sem sett er í þau.  Hinsvegar líst mér vel á gagnaver og önnur tölvutæknifyrirtæki en þau eru "eitthvað annað" svo það er nánast bannorð að tala um þau, þó þau noti umtalsverða orku og geti borgað fyrir hana.  Tvöföldun í álframleiðslu virðist vera á um 30 ára fresti miðað við 1.5 ára fresti í tölvugeiranum svo mér, persónulega, finnst þetta frekar einfalt reikningsdæmi:)  En það eru margar reiknikúnstir til og sjálfsagt hægt að komast að þeirri niðurstöðu að tveir og tveir séu fimm ef vel er að verki staðið - amk. virðast fjármálamönnum á Íslandi ekki hafa orðið skotaskuld úr því undanfarin áratug<bg>

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 9.4.2010 kl. 00:51

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Samkvæmt Haraldi sem vitnað í hér að ofan er kolefnislosunin á Fimmvörðuhálsi um 27.000 tonn á viku af hvoru um sig, CO2 og SO2, brennisteinsoxíði, en önnur tegund gosstöðva eins og Katla, losi margfalt meira í gosum sínum. "Sparnaður" okkar Íslendinga í því að kaupa tvinnbíla og aðrar slíkar aðgerðir, eins og takmörkun á afkastagetu álverksmiðju, rýkur þá út fyrir lítið eftir því sem gosvikurnar verða fleiri. Leggist nú allir á bæn, kolefniskvótakóngar...

Sæll Sigurður, ég næ ekki alveg samhenginu, amk. er ég bara að tala um það sem liggur fyrir. Jarðvísindamenn sögðu t.d. fyrir 10 árum að allar líkur væru á því að Katla gjósi innan 10 ára. Stundin er runnin upp! (að vísu ekki fyrr en 6. júní n.k.)

Arnór, ég sagði hér að ofan: &#132;þá koma upp um 15 milljón tonn af hrauni, sem losar ekki aðeins koltvísýring, heldur einnig margfalt virkari gastegundir.&#147; Losunarstuðullinn er fyrir fræðingana (0,1% af þyngd?). Mikið er það amk.

Fjármögnun álbræðslna eða gagnavera hlýtur að vera með líkum hætti, þetta eru allt peningar. Ef samningar eru gerðir um álver í dag, þá ætti að nást gott verð í orkusölunni (nema að t.d. Svavar verði látinn semja)  þar sem við rekum umhverfisvænustu álbræðslur í heimi sbr. vef umhverfisstofnunar. Gagnaver / álver= sama niðurstaða. Umhverfisráðherra verður bara að leyfa virkjanirnar, annars gerist ekki neitt. Ef gagnaversfyrirtæki væri sett á markað, þá myndi ég kaupa hlutabréf (um leið og ég ætti pening). En það dregur ekkert úr vægi álvers.

Ívar Pálsson, 9.4.2010 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband