Bjóðum upp á brottflutning

eyjafjallajokull_2010_ivarpals.jpgÞað er löngu orðið tímabært að bjóða íbúum Víkur í Mýrdal og sveitunum í kring upp á brottflutning og gistingu annars staðar á vegum ríkisins í gegn um Viðlagasjóð. Nokkur milljón tonn af ösku mokast upp úr Eyjafjallajökli hvern dag en ríkið og íbúarnir virðast bara vona eftir hagstæðari vindátt, í stað þess að horfast í augu við það óumflýjanlega: heilsu hverrar einustu manneskju sem dvelur í þessu öskufargani er verulega ógnað. Fínt svifryk sem fer djúpt í lungu og veldur augnskaða, veldur varanlegu heilsutjóni nú þegar. Læknar sem hafa farið í heimsókn á hvern bæ hafa séð hvert stefnir og íbúarnir eru margir komnir á astmapúst. Þetta er ekki hægt.

Þegar Helgafellið gaus í Vestmannaeyjum 1974 þá forðaði fólk sér á nokkrum klukkutímum. En nú hafa hundruð milljóna tonna af gosösku og gasi úr Eyjafjallajökli losnað út í umheiminn á mánuði án þess að nálæg svæði séu rýmd. Öðru nær, kallað er á fleira fólk á svæðið til þess að baða það í ösku túnanna. Það eru sjálfboðaliðar í öskumokstri.

eldgos_andlit_getty.pngAlvara málsins virðist fáum nægilega ljós. Fólk virðist halda að það losni við þennan fína glersalla úr lungum og augum eins og kvef á skömmum tíma án eftirkasta.  En þetta er einmitt vandamál sem hleður utan á sig, fyrir utan efnamengun og annað sem af þessu hlýst.

Forða ber skepnum á yfir svæði sem fjær eru eða að lóga þeim.  Svona hálfkák fer illa með skepnur, sýkir þær og spillir gæðum. Vandamálin fara að tínast til, flúormengun osfrv.

Á meðan gosið heldur áfram er ekki ástæða til þess að flytja aftur á svæðið. Bjóða á fólki aðrar úrlausnir til langs tíma. Einhver tími þarf að líða áður en uppbyggingarstarf hefst. Ef Katla gýs verður að vera tafarlaus brottflutningur, í stað þess að Jóhanna Sigurðardóttir fari bara að furða sig á því að gos sé hafið í Kötlu!


mbl.is Kolniðamyrkur við jökulinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ívar ég er samála hef verið á svæðinu og fundið fyrir öskunni í öndunarfærum og augum því mæli ég með að svæðið verið rýmt strax! Hafði samband við neyðarlínuna kl: 00.05 og hvatti til rýmingar sá sem var til svara sagði að það væri verið að fylgjast með svæðinu! Ég er ekki sáttur það verður tafarlaust að grípa til rýmingar!

Sigurður Haraldsson, 14.5.2010 kl. 00:19

2 Smámynd: Dingli

Sammála ykkur, fór þarna um fyrir nokkrum dögum og það er útilokað að búa við þetta lengur. Þetta gos getur staðið 1-2 ár kannski þrjú, það veit enginn.

Dingli, 14.5.2010 kl. 05:47

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Það eru engir ráðamenn né björgunarsveitarmenn sem ráða við þær náttúruhamfarir sem framundan eru á svæðinu!

Sigurður Haraldsson, 14.5.2010 kl. 07:49

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

hef haldið þessu fram líka - það er ekki nokkru "barni" bjóðandi að búa við svona - við ættum einnig að skoða það hvort þetta sé ásættanlegt að búa við með búskap eða annað á 100 til 150 ára fresti

Jón Snæbjörnsson, 14.5.2010 kl. 08:17

5 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Ekki er ég viss um að íbúarnir taki það í mál að yfirgefa sitt byggðarlag, þeir eru allt of harðgerir til þess að gefast upp eftir aðeins nokkurra vikna úthald. Öðru máli gegnir ef þetta dregst um mikið fleiri vikur að ég tali ekki um sumarið!

Guðmundur Júlíusson, 14.5.2010 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband