Evran í neðra

skip_a_botni.pngSpurningar um sanngirni koma ofarlega upp í hugann vegna Evrunnar, Þýskalands og Suður- Evrópu, sérstaklega Grikklands. Það á ekki af Þjóðverjum að ganga þessa dagana. Þýskur almenningur hefur verið hvað duglegastur í heimi sl. 10 ár við söfnun sparifjár í bankana sína, sem þeir treystu.  Aðhaldsaðgerðir hafa líka átt sér stað í helstu stjórnkerfum þeirra.  Á meðan riðu t.d. Grikkir og Íslendingar húsum í fjármálum eins og frægt er orðið.

Þýskur almenningur safnar og greiðir

Nokkrir  þýskir bankar taka á sig skell vegna falls Grikklands og Íslands. Það kemur niður á hinni þýsku þjóð. En Grikkland gekk öllu lengra sem ESB- þjóð og togar niður Evruna með falli sínu. Þó er ekki öll sagan sögð fyrir Þjóðverja, því að þeir eru helstu greiðendur í ofur- neyðarsjóð Evrulanda, sem byrjar á því að lána þeim sem fóru verst með sitt, Grikkjum. Nú horfa því Þjóðverjar upp á það að sjá sparifé sitt rýrna vegna Evru- ástandsins og að þurfa að greiða óöguðu ESB- þjóðunum himinháar fúlgur til þess að halda t.d. Grikkjum á floti svo að þeir geti borgað eitthvað af skuldum til þýskra banka og annarra.

Gerólík hagkerfi innan ESB

Þýsk ríkisskuldabréf haldast enn sterk, á meðan Suður- Evrópsku ríkisskuldabréfin falla. Mismunurinn eykst stöðugt og sýnir muninn á hagkerfunum sjálfum innan álfunnar. Vaxtaprósentur  og skuldatryggingarálag á þjóðirnar er gerólíkt og fátt sem heldur þessu saman, enda var enn eitt fallmet Evrunnar slegið í dag gagnvart dollar.

ESB umsókn haldið til streitu

Í þessu ástandi heldur ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna umsókn sinni um inngöngu Íslands Samfylking ESBí ESB til streitu, þótt útilokað sé að umsóknin fengi jákvæða afgreiðslu meirihluta Vinstri grænna, íslensks almennings og hvers og eins hinna 27 aðildarríkja ESB. Þetta gerir langflest hugsandi fólks sér dagljóst.  Þjóðverjar yrðu t.d æfir ef við ættum að komast nýir inn í Evrusjóðinn stóra og fá lán úr honum. Hollendingar spyrðu „hvað varð um Icesave?“ á meðan Lettar, Ungverjar, Írar og fleiri segðu: „Bjargið okkur fyrst“. Á meðan ESB-Titanic sekkur og Evrópujaðarinn forðar sér í bátana, þá sækir Steingrímur J. um fyrir Ísland að fá herbergi á þriðja farrými, svo að við getum skrælt kartöflur og rétt  ESB- aðlinum þær í gegn um rimlana á milli farrýmanna.

mapofworld_europe_1939_1945.pngFrægðarhöll ISG/Samfylkingar

Stöðvum ESB- umsóknina með öllum ráðum. Hún er þegar komin í „Hall of Fame“  ISG/Samfylkingarinnar  með umsókninni í Öryggisráð SÞ, Icesave- gjörningnum, þróunarhjálp afrískra herforingja og kvótasetningu andrúmsloftsins til kælingar veraldarinnar. Það er dýrasta safn þjóðarinnar.


mbl.is Evran ekki lægri í fjögur ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Því sækjast þjóðir Esb. t.d. þjóðverjar eftir fleirum í þetta sambandsbákn. Sýnist þeir vera sjálfum sér nógir,alla vega efnahagslega.  Þeir virðast nauðbeygðir í neiðaraðstoð,við Grikki. Því er ég hrædd um að aðildarríki og þá sérstaklega Þýskaland,beiti sér fyrir strangari reglum og eftirliti,með þjóðum sambandsins. Guð minn góður að sækjast eftir slíku,sé fyrir mér her sambandsins,í eftirliti við að framfylgja reglum þeirra. Í samanburði var    U.S.A. herinn,bara tindátar.  Ekkert E.S.B.

Helga Kristjánsdóttir, 19.5.2010 kl. 01:06

2 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Hættu þessu bulli. Evran hefur fallið og risið á víxl undanfarin ár. Eins og gjaldmiðlar gjarnan gera þegar þeir eru á opnum markaði.

Þó svo að evran sé orðin veikari núna en oft áður, þá er þetta ekkert óeðlilegt. Það sem þetta hinsvegar gerir er að þetta styrkir útflutning frá evrusvæðinu og kemur efnahagnum af stað. Einmitt það sem löndin á evrusvæðinu þurftu á að halda í þessari efnahagskreppu.

Ég vænti þess að þú nefnir það einnig þegar evran fer að styrkjast aftur. Það mun gerast þegar ársfjórðungstölur fara að koma fram, væntanlega þá tölunar sem koma út í Desember eða Janúar 2011.

Jón Frímann Jónsson, 19.5.2010 kl. 01:15

3 Smámynd: Andrés.si

Jón. Afhverju hef ég altaf á tilfiningu að þér er borgað til að smella á lyklaborð?

Andrés.si, 19.5.2010 kl. 02:37

4 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Vegna þess að þú þjáist af sjúklegri tortryggni.

Jón Frímann Jónsson, 19.5.2010 kl. 02:43

5 Smámynd: Andrés.si

Rétt er að ég kaus einu sinni ESB já.  Skal ekki gera það aftur.  

Hvernig munur er milli ESB og Jugóslavíu?  Mikil Jón. Hef upplífað bæði og siðar nefnd er með forskot.  

Það sem varðar gjalðmiðill. Krona er sokkvin en þú biður ekkert en Evru á staðin. Til eru aðrar leiðir sem Evrópusynar vilja ekki heyra um.  

Andrés.si, 19.5.2010 kl. 02:53

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Andrés minn! Held ég viti hvað þú meinar. En eins og staðan er ráðum við engu,þótt við vildum gjarnan breyta,svona til framtíðar,en krónan hentar okkur vel nú um stundir. Það er skylda okkar að fylgjast vel með,láta í okkur heyra,eins og við höfum gert. Kv.

Helga Kristjánsdóttir, 19.5.2010 kl. 03:40

7 Smámynd: Ívar Pálsson

Jón Frímann, almenn regla á blogginu er að svara ekki þeim sem segja aðra bulla. En hér er gerð undantekning:

Vissulega sveiflast Evran stöðugt, t.d. gegn dollar. Ég tapaði t.d. fjölda milljóna króna á því að treysta henni í blindni fyrir tíu árum síðan. En það sem ég reyni að benda á er að límið sem heldur Evrunni og raunar ESB saman er farið að gefa sig. Hver þjóð innan ESB er farin að sjá að hún þarf að bjarga sér. Þjóðverjar hljóta að þreytast á því að draga vagninn, þegar æ fleiri ESB- þjóðir gera sér grein fyrir því að þær þjóðnýttu skuldir banka sinna og geta ekki greitt þær. Við höfum ekkert að gera inn í þetta risastóra heimilisriflildi sem stefnir fyrst í óeirðir fólks hvers lands og síðan í stríð þeirra. Við eigum nóg með að laga til heima.

Ívar Pálsson, 19.5.2010 kl. 10:02

8 Smámynd: Haraldur Baldursson

Verst hersu fáir sjá í gegnum Steingrím Jóhann Sigfússon. Glæsilegi samningurinn um Icesave hans snýst um inngöngu í ESB. Með því að við gögnum innhefur okkur verið lofað €500 milljörðum í styrk. Þar er 30 silfurpeningana hans Steingríms að finna.
Hann stundar þetta aftur og aftur...rífur kjaft, þykist standa á prinsípum en keyrir síðan í allt aðrar áttir. Sjáið bara dæmið um HS-Orku. Blæs sig upp og lofar lögum um eignarhald auðlinda....en hver er raunin ? Nákvæmlega þveröfug við uppfærslu leikritsins.
Hvenær ætlar fólk að opna augun og sjá í gegnum þennan loddara ?

Haraldur Baldursson, 19.5.2010 kl. 10:19

9 Smámynd: Benedikta E

Ívar - Afturkalla aðildarumsókn Íslands að ESB - - STRAX - Það er meirihluti fyrir afturköllun í þinginu...........

Jóhönnu tekst ekki kattasmölunin í þetta sinn - Andstaðan gegn ESB hefur aukist til muna frá í fyrra bæði meðal þjóðar og þings.

Það þarf að fylgja þessu þjóðþrifamáli eftir við þingmennina.

Þjóðin hefur ekki efni á því að láta Össur ausa fjármunum úr ríkissjóði án fjárlagaheimilda í ESB fárið. Stoppum það. 

NEI og aftur NEI Ísland fer aldrei inn í ESB !

Takk fyrir góðan og vekjandi pistil Ívar.

Benedikta E, 19.5.2010 kl. 10:42

10 Smámynd: Ívar Pálsson

Hér tekur Bloomberg og Angela Merkel undir það sem ég sagði hér ofar:

"The euro is at risk and the European Union may be facing its greatest challenge with “incalculable” consequences if leaders fail to act, German Chancellor Angela Merkel told lawmakers in Berlin today. Germany will act alone if necessary in controlling “destructive” financial markets, Merkel said, a day after the BaFin regulator banned naked short sales -- speculating against companies investors don’t own -- for 10 banks and insurers, as well as naked credit-default swaps on euro-area government debt."

Ívar Pálsson, 19.5.2010 kl. 11:27

11 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Að halda ESB umsókn til streitu er ekki einu sinni fyndið.

Það þarf rækilega tiltekt í íslenskri pólitík.  Það gerist ekki með öðrum hætti en beinu lýðræði "a la icesave".  Sennilega fengi ESB umsóknin svipaða niðurstöðu nú.

Eins má hugsa sér að þeir sem mæta á kjörstað í Alþingiskosningum og skila auðu fá auða stóla á Alþingi.  Þannig væri hægt að losna við þetta lið á lýðræðislegan hátt án þess að þurfa að taka grínista inn á launaskrá í staðinn.

Magnús Sigurðsson, 19.5.2010 kl. 11:41

12 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég er ekki oft sammála Jóni Frímanni, en athugasemd hans um að Evran sveiflist er rétt. Gjaldmiðlar sem ekki eru bundnir með fyrirkomulagi myntráðs, sveiflast innbyrðis. Fyrir Evruland og Bandaríkin skiptir engu þótt innbyrðis hlutföll breytist, vegna þess að þetta eru stór hagkerfi sem eru lítið háð utanríkisviðskiptum.

Um Ísland gegnir allt annað. Hér fer allt hagkerfið á annan endan við gengisbreytingar. Þess vegna er mikilvægt að festa gengi Krónunnar við gjaldmiðil (stoðmynt) sem gefur henni aukinn stöðugleika. Það verður ekki gert að gagni, án þess að taka upp "reglu-bundna peningastefnu" (rule-bound monetary policy), leggja niður Seðlabankann og láta myntráð taka við útgáfu gjaldmiðilsins. 

Sossarnir og Jón Frímann þar á meðal vilja fá Evruna sem stoðmynt, en þeir vilja meira. Þeir vilja afsala sjálfstæði Íslands og fullveldi þjóðarinnar í hendur nýlenduveldum Evrópu. Þess vegna kemur ekki til álita fyrir okkur að taka Evruna í notkun sem stoðmynt, þótt hún sé að öðru leyti nothæf.

Að þessu sögðu má benda Jóni Frímanni á, að fall Evrunnar á sér efnahagslegar orsakir. Að þessu sinni eru þær alvarlegar og miklar líkur benda til að Evruland sé að leysast upp og þar með Evrópusambandið. Að minnsta kosti segja forustumenn Evrópusambandsins sjálfs að ef tilraunin með Evruna mistekst, þá sé sjálfhætt tilrauninni til að koma á Þriðja ríkinu.

Að sækja um innlimun í Evrópusambandið við þessar aðstæður er með því allra heimskulegasta sem nokkur þjóð getur tekið sér fyrir hendur. Er ekki ótrúlegt að stjórnarandstaðan, sem sér greinilega hætturnar, skuli ekki leggja fram ályktun á Alþingi, um að hætta feigðarflaninu ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 19.5.2010 kl. 11:53

13 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Er þetta í rauninni ekki bara gott fyrir Evru ríkin, almennt séð, að evran skuli síga aðeins á þessu misseri/misserum ?  Jú, held það nefnilega.  Þetta er bara frekar gott.   Þetta er ekki fall eða hrun eins og æsifréttamenskan er að segja.  Þetta er svona smá sig og ekkert merkilegt í sögulegu samhengi ens og bent er skarplega á að ofan.

En þetta er td. slæmt fyrir BNA. Þetta styrkir svo útflutningsstöðu evrusvæðisins gagnvart dollar og þ.a.l. BNA.  (sem má ekki við slíku)

Jaá, þið verið að hugsa útfyrir æsifréttir og fyrirsagnir.  Í rauninni gæti þetta verið frekar hagstætt fyrir evrusvæðið heilt yfir.

Varðand evru og ísland - þá verða menn að hafa í huga að útflutningur ísl. er svo mikill til evrópu að þ evran sveiflaðist - mundum við ekkert vera varir við það vegna þess að það væri innyrðis stöðugleiki.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.5.2010 kl. 12:11

14 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Ég er sammála Lofti að það er hreinlega geggjað að þykjast inn í ESB núna. Þar er allt upp í loft og enginn vegur að sjá hvernig ESB endar. Verður þetta sambandsríki, ofurríki, lausgirt viðskiptabandalag eða liðast það í sundur?

Nýútkomin skýrsla um framtíðarsýn ESB 2010 - 2030 bendir til þess að þeir telji að það verði að fara í sameiginlega hagstjórn frá Brussel, sameiginlegan her og sameiginlegar auðlindir.

Skýrsluna má nálgast hér: http://www.reflectiongroup.eu/wp-content/uploads/2010/05/reflection_en_web.pdf

Best er að við einfaldlega stefnum að Mastrict viðmiðunum því þau eru skynsamleg og höldum okkur hér þar sem við erum í bestu málunum mitt á milli EES og Nafta. Reynum að fá tollabandalag við löndin sitt hvoru megin hafsins og  við Kína. Enda erum við langt því frá gjaldgeng í Evru og hún því langsótt. Ef við þurfum að skipta um gjaldmiðil væri nær að taka upp Dollar.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 19.5.2010 kl. 16:45

15 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Ómar Bjarki, við flytjum álið út fyrir dollara. Ef við förum að vinna olíu þá fara öll olíuviðskipti í heiminum fram með dollurum.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 19.5.2010 kl. 16:49

16 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er rétt hjá þér Ómar Bjarki, stæðsti hluti útflutnings okkar er til evrópu, en það er eingöngu millilending. Þaðan eru vörur fluttar út um allann heim. Allar afurðir stóriðjunnar eru seldar með verðviðmið í dollar, sama hvaða mynt svo greitt er með. Olía er keypt með verðviðmið í dollar, einnig hrávara til stóriðjunnar. Þetta eru lang stæðstu póstarnir í verslun okkar við aðrar þjóðir, því er ekki rétt að innbyrðis stöðugleiki milli okkar og ESB muni gera stöðugleika hjá okkur.

Það verður ekki heldur horft framhjá þeirri staðreynd að nú eru verulegar væringar á evrusvæðinu. Hvers vegna ættum við að koma okkur inn í þær væringar? Af hverju ekki að sjá til og sjá hvot eða hvernig þessar þjóðir komast út úr sínum vanda?

Að lokum er rétt að benda á að það þarf sérstaklega forherta menn til að styðja fjáraustur í þetta mál á sama tíma og verið er að vega enn frekar að kjörum aldraðra, öryrkja og sjúklinga. Þeir sem eru sammála því að halda þessari vitleysu áfram eru verra innrættir en bankastjórarnir sem stálu auði þjóðarinnar!

Gunnar Heiðarsson, 19.5.2010 kl. 20:53

17 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Ívar, mér er að öllu leiti sama um þau veðmál sem þú tókst á upphafsárum evrunnar og tapaðir þar peningum. Þar sem þú virðist greinilega nota það sem afsökun fyrir því að vera á móti ESB og evrunni þá verður það bara að vera svo.

Evran er hinsvegar ekki að fara neitt, og ESB ekki heldur. Dollarinn hríðféll árið 2008, en það kom ekki múkk frá mönnum sem núna spá evrunni dauða. Þó á sama tíma og gjörsamlega hunsa þá staðreynd að evran er stærri hagfræðistærð en sjálfur Bandaríski dollarinn í dag.

Ívar, þegar þú ert að bull. Þá ertu að bulla og öll heimsins afneitun hjá þér getur ekki breytt því. Mér er nokk sama hvort að þú svarar mér eða ekki.

Jón Frímann Jónsson, 19.5.2010 kl. 22:35

18 Smámynd: Ívar Pálsson

Jón Frímann: annars, sleppum því. Hver er sinnar gæfu smiður.

Ívar Pálsson, 19.5.2010 kl. 23:28

19 identicon

...og ekki eru þeir allir völundarsmiðir ;-)

Gullvagninn (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband