Dagar hinna skýru svara

xd_falkinn.pngAukalandsfundur Sjálfstæðisflokksins um helgina gefur tækifæri til þess að hinn þögli meirihluti stærsta stjórnmálaflokks landsins fái skýrari svör við grundvallarspurningum sínum. Ætlar forystan að ganga hreint fram með skýra afstöðu í helstu málum þjóðarinnar, eða að ganga áfram með veggjum í nafni samstöðu, sem gerir saltfiskinn svo útvatnaðan að hann er orðinn bragðlaus?

Afgerandi afstöður takk

Formaður flokksins hefur hingað til aðspurður ekki fengist til þess að taka af skarið með því að staðfesta, að um leið og flokkurinn kæmist til valda myndi hann undanbragðalaust draga ESB- umsóknina til baka. Einnig hefur hann ekki fengist til þess að neita því skýrt að ríkið ábyrgist 20.000 Evru Icesave- innistæður hvers reikningseiganda. Fjölda mánaða hefur verið eytt í samningaviðræður sem virðast snúast um vexti en ekki grundvallarforsenduna að ríkið muni ekki greiða þetta. Þessi tvö atriði, ESB- umsókn og Icesave,  skipta svo afgerandi máli að afstaðan gegn þeim verður að vera skýrt „nei“. Þá er hægt að vinda sér í alvörumálin, stöðu atvinnulífsins, eignarhald fyrirtækjanna og bankanna, drottnun og sóun ríkisvaldsins osfrv.

Stjórnin bætir við hlekkjum

Sú forysta sem Sjálfstæðisflokkurinn kýs sér fyllist vonandi eldmóði og kjarki til þess að standa í þeirri hörðu rimmu sem framundan er, loksins þegar stjórnarandstöðunni tekst að hrekja blekkingarstjórnina frá völdum. Framganga stjórnaliða í Evrópuleiðöngrum sínum gerir þennan framtíðarslag mun erfiðari fyrir Íslands hönd, þar sem stjórnin leitast enn við það að skuldbinda þjóðina og draga úr sjálfsákvörðunarétti hennar í hvívetna.

Formennskan endurspegli vilja kjósenda sinna

Ég hvet landsfundarfólk til þess að krefjast ákveðinnar afstöðu af forystu flokksins, svo að allir viti hvað þeir kjósi. Það dugði að vísu ekki til hjá Vinstri grænum, þar sem formaðurinn gekk þvert gegn kjósendum sínum í flestum aðalmálum um leið og hann komst til valda. En við skulum vona að Sjálfstæðisflokkurinn nái að láta aðalfulltrúa sinn endurspegla vilja kjósenda sinna betur en Steingrímur J. Sigfússon gerði. Það er að vísu ekki erfitt.


mbl.is Sjálfstæðismenn ræða Evrópumál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Sjálfstæðisflokkurinn hefur hagað sér eins og beygður og barinn hundur síðan Davíð Oddsson fór frá. Það er alveg óþolandi og hefur skilið a.m.k. mitt atkvæði eftir í lausu lofti. 

Ég geri nú orð Vefþjóðviljans að mínum: "Ef álitsgjafarnir tala illa um einstaka þingmenn eða aðra forystumenn Sjálfstæðisflokksins, þá eru það meðmæli sem sjálfsagt er að hlusta á."

Geir Ágústsson, 23.6.2010 kl. 10:32

2 Smámynd: K.H.S.

Hvetjum Davíð til endurkomu. Gott var að losna við Þorgerði en Bjarni er lítið skárri.Þorgerður var aðalsmiðurinn að Harde Sólrúnarstjórninni, mesta glapræði í sögu flokksins. Bjarni er eins og úti að aka. Enginn dugur ekkert þor´.

katr.in var

K.H.S., 24.6.2010 kl. 05:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband