Magnús Thoroddsen 5405 til stjórnlagaţings

Magnus Thoroddsen 5405Ef einhver á erindi á Stjórnlagaţing, ţá er ţađ Magnús Thoroddsen (5405) fv. forseti Hćstaréttar og hćstaréttarlögmađur. Hann er ópólitískur sérfrćđingur á ţessu sviđi og brennandi áhugamađur um bćtta stjórnarskrá.  Sjónarhóll Magnúsar um máliđ er víđur, enda hefur hann m.a. einnig veriđ borgardómari, unniđ hjá Mannréttindanefndinni í Strassborg, hjá EFTA í Genf og ađ fjölmörgum sjálfstćđum álitum. Magnús leggur ekki krónu í kosningabaráttu en vonast eftir atkvćđi ţínu.

Hér er stutt greinargerđ Magnúsar, en ítarlegri hér fyrir neđan:

Ég býđ mig fram til Stjórnlagaţings á eigin vegum og forsendum, óháđur stjórnmálaöflum og hagsmunahópum. Ég ćtla ekki ađ eyđa krónu í ţetta frambođ mitt. Ţar sem ég tel mig hafa ţekkingu, reynzlu, ţrek og nćgan tíma til ađ leysa  starfiđ sómasamlega af hendi, vćri mér ţökk í ţví og heiđur ađ hljóta til ţess brautargengi kjósenda.

Stjórnarskrá á ađ vera stuttorđ og gagnorđ, knöpp í stílnum, en segja ţó allt, sem segja ţarf til verndar mannréttindum ţegnanna. Setja á mannréttindakaflann fremstan, ţví ađ hann er sjálfur grundvöllurinn ađ hverri stjórnarskrá. Varast ber ađ setja fram langan óskalista, eins og börn fyrir jólin.

Stjórnarskrárákvćđi verđa ađ vera ţannig úr garđi gerđ, ađ ţegnarnir geti byggt rétt sinn á ţeim fyrir dómstólunum. Í Stjórnarskránni eru grundvallarlög landsins,ćđri öllum öđrum lögum og reglugerđum stjórnvalda og brjóti ţau í bága viđ Stjórnarskrána, eru ţau ógild.

Stađfesta ber ţađ í Stjórnarskránni, ađ náttúruauđlindir, sem ekki eru í einkaeign, séu ţjóđareign, sem aldrei megi selja né láta af hendi á annan hátt.Hins vegar megi leigja út afnotarétt ađ ţeim til ákveđins tíma gegn gjaldi, hvort tveggja ákveđiđ í lögum.

Semja ţarf nýjan kafla í Stjórnarskrána um verndun umhverfis, náttúru og menningararfs.

Tryggja verđur algera jöfnun atkvćđa (einn mađur-eitt atkvćđi) og persónulegt val kjósenda á ţingmönnum.

Endurskođa ţarf Forsetaembćttiđ, verksviđ og kosningafyrirkomulag.

Ég tel nauđsynlegt ađ setja ákvćđi í Stjórnarskrána um rétt tiltekins fjölda kjósenda og alţingismanna til ađ krefjast ţjóđaratkvćđis um tiltekin mál. Hér er um hiđ svonefnda beina lýđrćđi ađ tefla.

Efla ţarf vćgi og virđingu Alţingis frá ţví sem nú er.  Hér á landi ríkir ţingrćđi.  Ţađ merkir, ađ engin ríkisstjórn megi sitja í landinu, nema meirihluti alţingismanna styđji hana eđa ţoli hana í sessi. Lýsi Alţingi vantraust á ríkisstjórn verđur hún ađ fara frá.

Afnema ber ţingrćđiđ. Ţá kjósum viđ forsćtisráđherra beinni kosningu og hann velur síđan samráđherra sína án afskipta Alţingis. Ráđherrar hefđu ekki atkvćđisrétt á Alţingi heldur alţingismenn einir.

Ef mörg sérálit verđa lögđ fram varđandi endurskođun á Stjórnarskrá Lýđveldisins Íslands, nr.33, 17.júní 1944, er ţađ vísasta leiđin til ađ öllu verđi kastađ í ruslakörfu Alţingis og Stjórnlagaţing uppskeri fyrirlitningu alţjóđar. Látum slíkt ekki henda. Muniđ 5405.

 -------------------------------------------------------------------------------------------------

FRAMBOĐ   MAGNÚSAR THORODDSEN  TIL  STJÓRNLAGAŢINGS.

Hinn 27. nóvember 2010 fer fram kosning til Stjórnlagaţings, sbr. lög nr. 90 , 25. júní 2010.

Ég undirritađur hefi bođiđ mig fram til ţingsins. Ţví ţykir mér hlýđa ađ gera grein fyrir mér, starfsögu minni og viđhorfum til ţess verkefnis, er stjórnarskrárţingmönnum er ćtlađ ađ fjalla um:

 

PERSÓNU- og  STARFSSAGA:

Ég er fćddur í Reykjavík áriđ 1934, ólst upp á Norđfirđi árin 1937 -45 og hefi síđan búiđ í Reykjavík, ef undan eru skilin ţau ár, sem ég starfađi erlendis.  Lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1954 og lögfrćđiprófi frá Háskóla Íslands 1959. Árin 1959 – 60 stundađi ég framhaldsnám í réttarfari viđ Hafnarháskóla. Var fulltrúi hjá Borgardómaraembćttinu í Reykjavík 1960 – 1967, er ég var skipađur borgardómari. Ţví embćtti gegndi ég til 1979. Árin 1979 - 1982 starfađi ég sem lögfrćđingur hjá Mannréttindanefnd Evrópu í Strassborg. Var skipađur dómari í Hćstarétti Íslands áriđ 1982 og starfađi ţar til 1989. Árin 1990 – 1991 vann ég sem Senior Legal Officer hjá EFTA í Genf. Eftir ţađ rak ég lögmannsstofu sem hćstaréttarlögmađur í Reykjavík til 1. janúar 2010, er ég lét af störfum. Ég hefi ţví nćgan tima til ţess nú ađ einbeita mér ađ ţingmannsstarfinu, hljóti ég kosningu til Stjórnlagaţingsins.

Frekari upplýsingar um starfsögu mína og ritstörf á sviđi lögfrćđi: http://haestirettur.iscontrol/index?pid=360&nr-32

 

VIĐHORF MITT TIL VERKEFNISINS:

Í 3. gr. laganna um Stjórnlagaţing er getiđ viđfangsefna ţingsins. Ţá koma einnig til skođunar á Stjórnlagaţingi hugmyndir frá Ţjóđfundi ţeim um stjórnarskrármálefni, er velja skal til međ slembiúrtaki úr Ţjóđskrá, og varđa meginsjónarmiđ og áherzlur almennings varđandi stjórnskipan landsins og Stjórnarskrá, enda getur Stjórnlagaţing ákveđiđ ađ taka til umfjöllunar fleiri ţćtti en getiđ er í 3. gr. laganna um ţingiđ. Í 19. gr. laganna um Stjórnlagaţing er kveđiđ á um ţađ, ađ stjórnlagaţingsfulltrúar séu eingöngu bundnir viđ sannfćringu sína og ekki viđ nein fyrirmćli frá kjósendum sínum eđa öđrum. Er ţađ vel.

 

      Kem ég ţá ađ ţví, hvert mitt viđhorf er varđandi nokkur atriđi, ţá semja skal nýja Stjórnarskrá.:   

                                                                GERĐ STJÓRNARSKRÁR:

  1. Í fyrsta lagi á Stjórnarskrá ađ vera stuttorđ og gagnorđ, knöpp í stílnum, en segja ţó allt, sem segja ţarf til verndar mannréttindum ţegnanna.  Varast ber eins og heitan eldinn ađ setja fram langan óskalista, eins og saklaus börnin gera til jólasveinsins í byrjun ađventu. Ţannig sömdu kommunístaríkin í Austur-Evrópu sínar Stjórnarskrár, ekki vantađi glassúrinn ţar. En ţegar á reyndi voru skrárnar ekki pappírsins virđi, sem ţćr voru ritađar á. Stjórnarskrárákvćđi verđa ađ vera ţannig úr garđi gerđ, ađ ţegnarnir geti byggt rétt sinn á ţeim fyrir dómstólunum.  Ekki langir fyrirheitalistar um ađ hverju sé stefnt  einhverntíma í óljósri framtíđ, ţegar/og ef ríkiđ hafi efni á.

 

                                 STJÓRNARSKRÁ – GRUNDVALLARLÖG:

  1. Í öđru lagi er nauđsynlegt ađ útskýra ákveđin grunnhugtök í stjórnskipunarréttinum, eins og t.d. lýđrćđi, ţingrćđi, lýđveldi, og hvar ríkisvaldiđ eigi upptök sín, en ţađ er vitanlega hjá fólkinu. Ţá teldi ég rétt ađ geta ţess sérstaklega, ađ Stjórnarskráin sé grundvallarlög landsins, ćđri öllum öđrum lögum og reglugerđum stjórnvalda og brjóti ţau í bága viđ Stjórnarskrána, séu ţau ógild. Ţetta er ađ vísu óumdeilt í hinni lögfrćđilegu teóríu, en allt ađ einu neglt niđur í ýmsum stjórnarskrám. Ţví sakar  ekki ađ viđ gerum ţađ einnig. Einnig álít ég rétt ađ breyta röđ kaflana í Stjórnarskránni. Setja mannréttindakaflann fremstan, ţví ađ hann er sjálfur grundvöllurinn ađ hverri stjórnarskrá. En ţar á undan ćtti e.t.v. ađ vera upphafinn, hátíđlegur inngangur um ţau grundvallargildi, sem stjórnarskráin byggist á. Ţar mćtti hafa til hliđsjónar hina stórkostlegu Sjálfstćđisyfirlýsingu Bandaríkjamanna ( “ The Declaration of Independence” ) og hina nýju framsćknu stjórnarskrá Suđur- Afríku.

 

KJÖRDĆMASKIPAN-JÖFNUN ATKVĆĐA:

  1. Í Ţriđja lagi verđur ađ tryggja algera jöfnun atkvćđa ( einn mađur – eitt atkvćđi) og persónulegt val kjósenda á ţingmönnum.  Ég tel núverandi kjördćmaskipun fráleita og ţađ hljóti ađ koma til skođunar ađ breyta henni t.d. međ ţví ađ gera Ísland allt ađ einu kjördćmi, eđa taka aftur upp einmenningskjördćmi, ellegar einhverja enn ađra kjördćmaskipan t.d. međ ţví ađ skipta landinu upp í fimm kjördćmi, gera Reykjavík ađ einu kjördćmi og landsfjórđungana ađ hinum fjórum. Fyrir hverjar almennar kosningar yrđi ađ kanna breytingar á fólksfjölda milli kjördćma og reikna síđan út fjölda ţingmanna í samrćmi viđ ţađ til jöfnunar atkvćđa. Ţessa gerđist hins vegar ekki ţörf, ef landiđ vćri allt eitt kjördćmi. Í ţessu sambandi vil ég geta ţess, ađ ég tel rétt ađ fćkka tölu alţingismanna frá ţví sem nú er.

 

ŢJÓĐARATKVĆĐI:

  1. Í fjórđa lagi tel ég nauđsynlegt ađ setja ákvćđi í Stjórnarskrána um rétt tiltekins fjölda kjósenda og alţingismanna til ađ krefjast ţjóđaratkvćđis um tiltekin mál. Hér er um hiđ svonefnda beina lýđrćđi ađ tefla. Ţetta er mikiđ tíđkađ í Sviss og er sennilega engu landi betur stjórnađ en ţví. Ţjóđaratkvćđagreiđslur eiga sér langa hefđ í sögu Sviss og eru lykillinn ađ hinum einstćđa pólitíska stöđugleika ţar í landi. Ţjóđaratkvćđagreiđslur halda lýđrćđinu vakandi. Lýđrćđiđ má aldrei sofa.

 

         VIRĐING ALŢINGIS:

  1. Í fimmta lagi ţarf ađ efla vćgi og virđingu Alţingis frá ţví sem nú er. En hvernig eigum viđ ađ fara ađ ţví? Sú skođun er ađ verđa ć sterkari međ mér, ađ ţađ gerum viđ bezt međ ţví ađ afnema ţingrćđiđ. Ţetta kann, í hugum sumra, ađ hljóđa eins og ţversögn.  Ţar sem ég er ekki viss um ađ allir skilji hugtakiđ ţingrćđi, tel ég rétt ađ útskýra ţađ. Ţingrćđi merkir ţađ, ađ engin ríkisstjórn megi sitja í landinu, nema  meirihluti alţingismanna styđji hana eđa ţoli hana í sessi. Lýsi Alţingi vantrausti á ríkisstjórn verđur hún ađ fara frá. Ef viđ afnemum ţingrćđiđ, tel ég rétt ađ kjósa forsćtisráđherra beint, hann velji síđan sína samráđherra og ef hann velur alţingismann, verđi sá ađ segja af sér ţingmennsku međan hann gegnir ráđherradómi. Ráđherrar hefđu ţví ekki atkvćđisrétt á Alţingi, heldur ađeins málfrelsi og tillögurétt. Alţingismenn einir hefđu ţví atkvćđisrétt á ţingi. Međ ţessu móti hćttu alţingismenn ađ skiptast í stjórnarţingmenn og stjórnarandstöđuţingmenn, en líta í heild á sig sem ţingmenn ţjóđarinnar allrar, leggja niđur “ skotgrafahernađinn” og greiđa atkvćđi í hverju máli eftir málefninu og í samrćmi viđ sína sannfćringu, sem er sorglega sjaldgćft, eins og nú háttar til.

NÁTTÚRUAUĐLINDIR-ŢJÓĐAREIGN:

  1. Í sjötta lagi ber ađ stađfesta ţađ í Stjórnarskránni, ađ náttúruauđlindir, sem ekki eru í einkaeign, séu ţjóđareign, sem aldrei megi selja né láta af hendi á annan hátt. Hins vegar megi leigja út afnotarétt ađ ţeim  til ákveđins tíma, gegn gjaldi, hvort tveggja ákveđiđ međ lögum.

VERNDUN UMHVERFIS:

  1. Í sjöunda lagi ţarf ađ semja nýjan kafla í Stjórnarskrána um verndun umhverfis, náttúru og menningararfs. Frakkar hafa nýlega samiđ metnađarfullan kafla um ţessi mál og bćtt í stjórnarskrá sína, svo og Svíar, Norđmenn og Suđur-Afríkubúar. Ţessi stjórnarskrárákvćđi má hafa til hliđsjónar viđ samningu hinna íslenzku ákvćđa.

                                             FORSETAEMBĆTTIĐ:

  1. Í áttunda lagi ţarf ađ taka stjórnarskrárákvćđin um Forsetaembćttiđ til gagngerrar endurskođunar. Skrifa ţau upp á nýtt ţannig, ađ ţau endurspegli hiđ raunverulega vald forseta og verksviđ og gera ţađ á ţannig máli, ađ allir skilji. Ţá tel ég ađ setja eigi inn ákvćđi um ţađ, ađ enginn megi gegna embćtti Forseta Íslands lengur en tvö kjörtímabil í senn og hljóti enginn frambjóđenda hreinan meirihluta, skuli kjósa á ný milli tveggja efstu. Samkvćmt 26. gr. núgildandi Stjórnarskrár getur Forseti synjađ lagafrumvarpi stađfestingar og skal ţađ ţá boriđ undir ţjóđaratkvćđi til samţykktar eđa synjunar. Ţađ segir sig sjálft, ađ ţegar Forseti neitar ađ stađfesta lagafrumvarp, er hann um leiđ kominn inn á vettvang stjórnmálanna. Ţar er afar óćskilegt, ţví ađ Forseti Íslands á ađ vera sameiningartákn ţjóđarinnar, en ekki pólitískur fleygur hennar. Ţví er bezt ađ taka ţennan kaleik frá honum.  Ţetta stjórnarskrárákvćđi er ţví rétt ađ fella niđur, ef tiltekinn fjöldi kjósenda og ţingmanna fćr rétt til ađ krefjast ţjóđaratkvćđis um ákveđin mál, eins og lagt er til hér ađ framan, sbr. tl. 4.

BRÁĐABIRGĐALÖG:

  1. Í níunda lagi teldi ég rétt ađ rćđa ţađ á Stjórnlagaţinginu, hvort enn sé ţörf á 28. gr. núgildandi Stjórnarskrár, er heimilar Forseta ( ţ.e. í reynd ríkisstjórnin) ađ gefa út bráđabirgđalög ef brýna nauđsyn ber til og Alţingi er ekki ađ störfum.  Ţetta er gamalt ákvćđi, (sbr. 11. gr. Stjórnarskrárinnar frá 5. jan. 1874, ţá konungurinn), sem sett var, er samgöngur voru miklum mun örđugri hér á landi. Nú eru ţćr hins vegar orđnar ţađ greiđar, bćđi á landi og í lofti, ađ ég tel ađ fella megi ţessa heimild niđur.

                                                     RÍKISSTJÓRN:

  1. Í tíunda og síđasta lagi vil ég vekja athygli á ţví, ađ samkvćmt núgildandi reglum er Ríkisstjórn Íslands ekki fjölskipađ stjórnvald, heldur ber hver ráđherra ađeins ábyrgđ á ţeim málaflokkum, er undir hann heyra. Ţetta kom berlega í ljós nýveriđ, er Alţingi kćrđi fyrrv. forsćtisráđherra til Landsdóms vegna embćttisvanrćkslu. Ţessu er öđruvísi fariđ t.d. í Finnlandi, ţar telst ríkisstjórnin fjölskipađ stjórnvald og bera allir ráđherrar ábyrgđ á ákvörđunum stjórnarinnar, nema ţeir láti bóka mótmćli. Mér findist rétt ađ ţetta yrđi tekiđ til umrćđu og athugunar á Stjórnlagaţinginu.

BREYTINGAR Á STJÓRNARSKRÁNNI:

  1. Ađ endingu vil ég vekja athygli á 79. gr. Stjórnarskrárinnar. Samkvćmt henni ber ađ rjúfa Alţingi og efna til kosninga, ef Alţingi samţykkir breytingar á Stjórnarskránni. En í ţeim kosningum er ekki veriđ ađ kjósa sérstaklega um stjórnarskrárbreytinguna, heldur er veriđ ađ kjósa nýtt ţing. Reynzlan sýnir, ađ ţá kjósa menn fyrst og fremst eftir flokkslínum. Ţví ćtti ţađ ađ koma til skođunar á Stjórnlagaţinginu, hvort ekki vćri rétt, í stađ ţess ađ rjúfa ţing og efna til kosninga ađ nýju, ţá verđi eingöngu stjórnarskrárbreytingin borin undir ţjóđaratkvćđi til samţykktar eđa synjunar, en ţingiđ sitji áfram, ţar til kjörtímabil ţess rennur út.

                   LOKAORĐ:

Ég hefi nú ađeins stiklađ á stóru í ofangreindum hugleiđingum mínum. Vitaskuld kemur miklu fleira til umrćđu og afgreiđslu á Stjórnlagaţinginu, ţegar ţar ađ kemur. En hvađ sem ţađ verđur er óskandi, ađ allir ţingfulltrúar beri gćfu til ađ vinna saman af heilum hug og međ einbeittum vilja til ţess ađ ná sátt og samstöđu um afgreiđslu ţessa mikilvćga máls.

Ef hver höndin verđur upp á móti annarri á ţinginu og mörg sérálit lögđ fram varđandi endurskođun á Stjórnarskrá Lýđveldisins Íslands, nr. 33, 17. júní 1944, er ţađ vísasta leiđin til ađ öllu gillinu verđur kastađ í ruslakörfu Alţingis og Stjórnlagaţing mun uppskera fyrirlitningu alţjóđar.  Látum slíkt ekki henda.

Eins og ég gat um í upphafi ţessa pistils, hefi ég bođiđ mig fram til Stjórnlagaţings. Ég  geri ţađ á eigin vegum og forsendum, óháđur stjórnmálaöflum og hagsmunahópum. Ég ćtla ekki ađ eyđa krónu í ţetta frambođ mitt, enda hefi ég mestu skömm á ţví, ţegar menn eru ađ reyna ađ kaupa sig inn í embćtti og opinber störf međ ţví ađ sólunda stórfé í auglýsingaskrum til ţess ađ bćta upp í eyđur verđleikanna. Slíkt er ranghverfa lýđrćđisins og  til vanza á landi hér.

Ţar sem ég tel mig hafa ţekkingu, reynzlu,  ţrek og nćgan tíma til ađ leysa starfiđ sómasamlega af hendi, vćri mér ţökk í ţví og heiđur ađ hljóta til ţess brautargengi kjósenda.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Vinsamlegast veitiđ Magnúsi Toroddsen (5405) brautargengi í kosningunum til stjórnlagaţings. Ţađ hlýtur ađ vera pláss á listanum fyrir ţessa skynsemisrödd!

Ívar Pálsson, 11.11.2010 kl. 15:57

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hann fer á listann hjá mér.

Axel Jóhann Axelsson, 11.11.2010 kl. 15:59

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er hann afstöđulaus um stöđu ţjóđkirkjunnar?  Má hafa misst af ţví, ena las ég ţetta á hundavađi.

Ađeins einn kafli gengur í berhögg viđ meginlínu stjórnarskrárinnar, en ţađ er 6. kaflinn. Ţar er ekki minnst á trú eđa trúfrelsi per se heldur er einum félagsskap tryggđ forréttindi umfram ađra af afmörkuđum toga, hringlađ um félagsgjöld og hnýtt aftan viđ sjálfsögđu valfrelsi, sem ţegar er undirstrikađ í 73. og 74 grein.

Ef hann kemur sér hjá ađ nefna afstöđu sína til ţessa mjög svo mikla hitamáls, sem 3/4 ţjóđarinnar vill láta lagfćra, ţá er hann ekki nógu heillyndur ađ mínu mati.  Restin er tómt hjal.

Athyglivert er ţó ađ kenna LÍÚ slagsíđuna í umfjöllun hans um náttúruauđlindir. 

Ađ mínu mati er hann bara lobbyisti einhverra sérhagsmuna og varđhundur og langt í frá trúverđugur.

Ég segi pass.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.11.2010 kl. 00:29

4 Smámynd: Gunnar Waage

Ţakka ţér fyrir ađ benda mér á frambođ Magnúsar. Hann fćr mitt atkvćđi enda mjög fćr mađur.

Gunnar Waage, 12.11.2010 kl. 04:59

5 Smámynd: Margrét Sigurđardóttir

"Hann er ópólitískur sérfrćđingur á ţessu sviđi og brennandi áhugamađur um bćtta stjórnarskrá."

Hvenćr var hćgt ađ vera "ópólitískur" og fá embćtti hćstarréttardómara?

Margrét Sigurđardóttir, 12.11.2010 kl. 09:00

6 Smámynd: Ívar Pálsson

Jón Steinar, ég held ađ ţú misskiljir afstöđu Magnúsar all- hrapallega. Hann hefur gagnrýnt kvótakerfiđ í fjölda greina í blöđunum og gćtir alls engra sérhagsmuna, enda ekki "inni" í kerfinu.

Margrét, Magnús fylgir ekki stjórnmálaflokki á nokkurn hátt og er ţví "ópólitískur". Ég vil vona ađ skipun hans í stól hćstaréttardómara hafi veriđ fagleg, amk. hefđi veriđ erfitt ađ líta fram hjá honum ţegar hann sótti um embćttiđ.

En Jón Steinar, nánari útlistun Magnúsar á trúmálunum kemur von bráđar. Annars er veriđ ađ kjósa um ţađ hvernig stjórnarskráin yrđi samsett, ekki um skođanir einstaklinganna út af fyrir sig.

Ívar Pálsson, 12.11.2010 kl. 10:26

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hversu opiđ má ekki túlka: "Í sjötta lagi ber ađ stađfesta ţađ í Stjórnarskránni, ađ náttúruauđlindir, sem ekki eru í einkaeign, séu ţjóđareign, sem aldrei megi selja né láta af hendi á annan hátt."

Dómarinn gćti kannski útskýrt ţađ nánar. Eđa hvađ međ taglhnýtinginn:

 Hins vegar megi leigja út afnotarétt ađ ţeim  til ákveđins tíma, gegn gjaldi, hvort tveggja ákveđiđ međ lögum.

Ég fć ekki betur séđ en ađ ţetta sé akkúrat glufan, sem veriđ er ađ misnota bćđi í orkumálum og fiskveiđum. Ţ.e. ađ leigja gćđin til gćiđnga sem flytja út arđinn og ganga á óenurnýjanleg asset.  Ţađ er ekki veriđ ađ breyta neinu hér, en hugsanlega ađ reyna ađ stjórnarskrárbinda svínaríiđ.

Eru malefni krikjunnar  hluti samsetningarinnar? Ţetta erhluti, sem á ađ láta sér gilda andleg eđa jafnvel Metafýsísk mál, hversu fáránlega sem ţađ hljómar.  Raunar ekki, helur sýnist hann gera ţađ en fjallar bara um forréttindi og forskot kirkjunnar án takmarkanna. Einkennilegt ađ lögspekingurhafi ekki orđ á slíku.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.11.2010 kl. 12:21

8 Smámynd: Ívar Pálsson

Bréf rá Magnúsi Thoroddsen til Biskupsstofu:

Hr. Árni Svanur Danielsson, Biskupsstofu.

Heiđrađi herra!

Ég vitna til tölvubréfs yđar til mín, sem frambjóđanda til Stjórnlagaţings, ţar sem ţér beiniđ til mín, eftir ađ hafa vitnađ til 62. gr. Stjórnarskrárinnar, eftirfarandi spurningum:

1.    Telur ţú ţörf á ađ breyta ţessari grein? Ef svo er hvernig?

2.    Hver er afstađa ţín til núverandi sambands ríkis og ţjóđkirkju?

Á Íslandi ríkir algert trúfrelsi, sbr. 63. gr. og 64. gr. Stjórnarskrárinnar. Hins vegar segir svo í 62. gr. Stjórnarskrárinnar: “ Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera ţjóđkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldiđ ađ ţví leyti styđja hana og vernda. Ţessu má breyta međ lögum.” Ţetta er eitt af hinum sárafáu stjórnarskrárákvćđum, sem breyta má međ almennum lögum. Í 2. mgr. 79. gr. Stjórnarskrárinnar er mćlt svo fyrir, ađ samţykki Alţingi breytingu á kirkjuskipun ríkisins, ţá skuli leggja ţađ mál undir atkvćđi allra kosningabćrra manna í landinu til samţykktar eđa synjunar.

Ef taka á ákvörđun um ţađ, hvort breyta eigi kirkjuskipun ríkisins, skv. 62.gr. Stjórnarskrárinnar, ţá finnst mér ţađ lýđrćđislegri ađferđ og sáttavćnlegri, ađ ţjóđin öll ráđi ţví máli til lykta, en ekki 25 manna Stjórnlagaţing.

Ég er sáttur viđ núverandi samband ríkis og ţjóđkirkju.

Virđingarfyllst, Magnús Thoroddsen.

Ívar Pálsson, 12.11.2010 kl. 12:22

9 Smámynd: Ívar Pálsson

Jón Steinar, ég sé ekki hvernig ţú ćtlar ađ losna viđ setninguna "sem ekki eru í einkaeign" út úr greininni, ţví ađ annars er Hugo Chavez tekinn á allt Ísland, sjálfkrafa ţjóđnýting á allar auđlindir. 

Er heita vatniđ og kalda á landspildunni minni ţjóđareign? Ég held nú ekki. Ef ríkiđ ásćlist eigur mínar, ţá tekur ţađ auđlindina eignarnámi međ sanngjörnum bótum, en ţađ á hana ekki sjálfkrafa af ţví ađ hún telst auđlind.

Ívar Pálsson, 12.11.2010 kl. 12:38

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Spurning mín snerist ekki um ţetta Ívar. Ég er ađ tala um hversu opiđ orđalag ţetta er. Ţetta rúmar allt hitt líka.  Ţađ eru verđmćti nú í "einkaeign", sem mikill styr stendur um. Einkvćđing undanfarinna ára hefur skekkt ţessa mynd. Orkulindir eru komin undir hlutafélög t.d. Kvótinn gengur kaupum og sölum sem einkaeign.  Hvar ćtlar ţú ađ draga línuna? Mér finnst ţú vera međ hártoganir hér og ćtla mér ţá skammsýni ađ viđ hrifsum landgćđi af landeigendum. Ţú veist betur.

Er rétt ađ ţeir sem međ klćkjum og spillingu hafa tryggt sér eignarétt á auđlindum undanfarin misseri, fái ađ hala ţeim? Ţeir verđi stikkfrí?  Ţýđir ţađ ađ tryggja eignarrétt ríkisins á ţessu ađ ríkiđ setji sér ađ endurheimt eđa kaupa til baka ţessar eignir?

Ćtti kannski ađ setja varnagla um veđsetningu og sölu ţessara gćđa á erlendan markađ og einkavćđa allt drasliđ? Hvernig samrćmist ţađ hlutleysi og jafnrćđi?

Ţetta er flóknara mál en svo ađ afgreiđa ţađ svona hálfkćringslega eins og lögspekingurinn og ég ćtla ađ hann geri ţađ vitandi vits eđa ţá ađ hann hefur ekki glóru um hvađ hann er ađ tala.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.11.2010 kl. 13:19

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ţakka ţér ábendingu ţína um ţessa kynningu á Magnúsi, Ívar.

Hér er sannarlega um mjög hćfan, reyndan og fćran mann ađ rćđa.

Margt í fram settum skrifum hans er athyglisvert og eftirbreytnivert. Ţađ á t.d. viđ um ţessi skynsamlegu orđ hans:

"Ef taka á ákvörđun um ţađ, hvort breyta eigi kirkjuskipun ríkisins, skv. 62.gr. Stjórnarskrárinnar, ţá finnst mér ţađ lýđrćđislegri ađferđ og sáttavćnlegri, ađ ţjóđin öll ráđi ţví máli til lykta, en ekki 25 manna Stjórnlagaţing."

(Nánar hafđi eg fjallađ um afstöđu mína til Ţjóđkirkjumála á a href="http://www.dv.is/stjornlagathing/jon-valur-jensson/">DV-stjórnlagaţings-vefsíđu minni, en ég get vel endurskođađ afstöđu mína, ţegar ég les og heyri góđ rök í málinu.

Ennfremur er ég sammála ţví viđhorfi Magnúsar, ađ ţađ eigi "ađ koma til skođunar á Stjórnlagaţinginu, hvort ekki vćri rétt, í stađ ţess ađ rjúfa ţing og efna til kosninga ađ nýju, ţá verđi eingöngu stjórnarskrárbreytingin borin undir ţjóđaratkvćđi til samţykktar eđa synjunar, en ţingiđ sitji áfram, ţar til kjörtímabil ţess rennur út." – Sama viđhorf hef ég látiđ í ljós í kynningu minni á áherzlumálum mínum vegna frambođs til stjórnlagaţings, sjá a href="http://jonvalurjensson.blog.is/blog/jonvalurjensson/entry/1111281/">HÉR, ţar sem ég segi: "Endurskođun stjórnarskrár á ekki ađ gerast í kosningum sem snúast fyrst og fremst um val nýrra ţingmanna, heldur eiga ţćr einungis ađ snúast um stjórnarskrána sjálfa."

Fleira er hér íhugunarvert hjá Magnúsi, m.a. ţađ sem hann segir um bráđabirgđalög, ennfremur tillagan ađ fćra mannréttindaákvćđin fremst í stjórnarskrána, ţó ađ ég telji nauđsynlegt ađ hafa í fyrstu greinunum, ađ Ísland sé lýđveldi međ ţingbundinni stjórn og ađ Alţingi og forseti Íslands fari saman međ löggjafarvaldiđ.

En ég sakna ţess ađ sjá ekkert frá Magnúsi um fullveldi landsins og um nauđsyn aukins meirihluta, ef til stendur ađ framsala einhverju (eđa mestöllu!) löggjafar-, dóms- og framkvćmdavaldi til "alţjóđlegra stfnana" (ásćkiđ ESB-trölliđ er ţar fyrst og fremst tilefni gruns manna og ótta). Ţađ vćri gott ađ fá svör Magnúsar Thoroddsen viđ ţessu.

PS. Ţú mátt, Ívar, skila til Magnúsar ţakklćti mínu vegna ţess sem hann hefur sagt og skrifađ um Icesave-máliđ í fjölmiđlum.

Jón Valur Jensson, 13.11.2010 kl. 13:54

12 Smámynd: Ívar Pálsson

Kćri Jón Steinar. Ţessi fćrsla og vettvangur átti raunar bara ađ vera um frambođ Magnúsar Thoroddsen til Stjórnlagaţings. Afstađa mín til ţess og einstakra ţátta ţess átti ađ liggja milli hluta. Ég er enn sannfćrđur um ţađ ađ Magnús myndi gćta almannahagsmuna í auđlindamálum og ađ áhyggjur ţínar af slíku eru einmitt eins og Magnúsar (ekki endilega mínar).

Takk Jón Valur, ég skila ţessu til Magnúsar.

Ívar Pálsson, 14.11.2010 kl. 13:25

13 Smámynd: Ívar Pálsson

Jón Valur, ţađ er á hreinu ađ Magnús Thoroddsen kemur fyllilega til varnar fullveldi landsins. Framsal fullveldis verđi ekki leyft í stjórnarskrá.

Ívar Pálsson, 14.11.2010 kl. 13:46

14 Smámynd: Gunnar Ţórđarson

Magnús á ţing.  Ţađ er ekki spurning

Gunnar Ţórđarson, 15.11.2010 kl. 09:36

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ţakka ţér svariđ, Ívar, en mér hefđi ţótt mjög notalegt ađ sjá ţetta sérstaklega tekiđ fram í skrifum Magnúsar um ţessi stjórnlagamál. Ef hann minnist ekki á fullveldi ţar – eđa nauđsyn ţess ađ halda löggjafarvaldinu íslenzku – og gerir ţađ jafnvel ekki í svo löngum texta sem ţessum hér ofar, hvernig get ég ţá vitađ, ađ ţetta skipti hann miklu máli? Sćtisnúmer fćr hann á mínum lista (og sennilega fleira fólks) út frá ţeirri einurđ sem hann kann ađ sýna í ţessu máli.

Og hvar get ég séđ ţađ stađfest, ađ Magnús vilji EKKI, ađ Ísland verđi lagt inn í ESB? Hann á ađ vera óhrćddur viđ ađ segja ţađ, fćr ţá enn fleiri atkvćđi en ella.

B.kv.

Jón Valur Jensson, 15.11.2010 kl. 13:07

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ţađ sagđi mér collega Magnúsar í dag, ađ hann vćri fylgjandi ESB.

Međan ég veit ekki betur en ţetta, get ég ekki stutt hann á stjórnlagaţing.

Og mér sem leizt svo vel á hann!

Jón Valur Jensson, 15.11.2010 kl. 17:54

17 Smámynd: Ívar Pálsson

Jón Valur, trúđu ekki kolleganum. Lestu frekar tölvupóstinn ţinn.

Ívar Pálsson, 16.11.2010 kl. 00:42

18 Smámynd: Ívar Pálsson

Magnús Thoroddsen stađfestir hér međ ţá skođun sína ađ Ísland eigi ekki ađ ganga í ESB.

Ívar Pálsson, 16.11.2010 kl. 22:22

19 Smámynd: Gunnar Waage

gott mál.

Gunnar Waage, 16.11.2010 kl. 23:06

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband