Þorsteinn gegn lýðræðinu

akanightporter_mynd.pngÞorsteinn Pálsson, fv. forsætisráðherra Sjálfstæðisflokksins kveðst fylgja lýðræðislegu ferli í ESB- aðlöguninni, en raunin er allt önnur. Fólkið sem kaus þann flokk og Vinstri Græn vænti þess að þingmenn færu eftir ályktunum landsfunda sinna, sem lögðust gegn aðild að ESB. Auk þess krafðist þingflokkur Sjálfstæðisflokksins þjóðaratkvæðagreiðslu áður en lagt yrði upp í þessa vegferð, en það var fellt á þingi af þeim sömu sem sviku kjósendur sína.

Hverjir erum „við“?

Þorsteinn heldur ræður um að „við“ vonumst til að ná hinum og þessum ESB- samningi í blóra við vilja kjósendanna, að hætti Icesave. Hverjir eru svo þessir „við“ sem hann nefnir? Sannarlega alger minnihlutahópur, sem notar erlent og okkar fé til þess að „upplýsa“ okkur stóran meirihluta þjóðarinnar um það hve ákveðnar skoðanir okkar séu rangar.

Í hverrar þjóðar nafni?

Höfum þetta bara á hreinu: þótt fundurinn hafi verið haldinn í Valhöll og þótt Þorsteinn Pálsson hafi eitt sinn eflaust stutt fullveldi Íslands, þá á hvorugt við lengur um hann. Hann segist vera á eigin vegum, skrifar oft greinar í Fréttablaðið um dásemdir ESB og kveðst vonsvikinn að hafa ekki það bakland og umboð í samningaferlinu sem nauðsynlegt sé fyrir hann í samninganefndinni til þess að ganga heill til aðildarferlisins.

Einmitt, hann er umboðslaus og baklandslaus frá íslensku þjóðinni í þessari nefnd.


mbl.is Frestun veikir okkar samningsstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Heir! Enda hefði hann ekki látið Davíð valta yfir sig ef hann væri ekki þessi rola sem hann er

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 16.11.2010 kl. 17:10

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Alveg hárrétt hjá þér. Þorsteinn Pálsson er aumkunnarverður og umboðslaus rola sem talar ekki í nafni mín, eða þín né þjóðarinnar.

Hann er algerlega baklands laus eins og hann jarmar sífellt um. 

Helst vil ég líkja honum við jarmandi riðuveka rollu sem er haldið á fóðrun í beitarhúsum Baugs og þeirra Hrunverja sem harðast vilja ganga fram við að svíkja land sitt og þjóð, enn og aftur, til að koma því nú undir hramma ESB Helsis !  

Gunnlaugur I., 17.11.2010 kl. 08:03

3 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Svik  lygi og þjófnaður, er orðið aðalsmerki þeirra sem meyra megasýn ,i þessu þjóðfélagi, og er að verða íllbúanlegt hér af þeim sökum, því miður.

Eyjólfur G Svavarsson, 17.11.2010 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband