Frábær blanda fólks

vidfolkid_1045504.pngNiðurstaða stjórnlagaþingskosninganna er eins og til þeirra var stofnað: Frábær blanda fólks til þess að setja ESB ofar stjórnarskrá landsins, að mestu án aðstoðar lögfræðinga. Her án liðsforingja.

Ég óskaði fyrrverandi forseta Hæstaréttar til hamingju rétt í þessu, að ná ekki kosningu í þessum rándýra sandkassaleik, enda tel ég að fæstir lögmenn vilji láta tengja nafn sitt við þetta kaffihúsaspjall eins og það er orðið.


mbl.is 25 kjörin á stjórnlagaþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

75% evrópusambandsinnar, sem eru þarna gagngert til að opna á framsal fullveldis. Ó nei, ég sé sko ekkert frábært við þetta. 

Við fáum væntanlega að kjósa um niðustöðuna og ég sé ekki annað en að það stefni í að þessar breytingar verði sendar til föðurhúsanna.

Eina leiðin til að einhver snefill af sanngirni komi út úr þessu er sú að láta kjósa um hvern lið fyrir sig í þjóðaratkvæðum í stað þess að leggja plaggið fyrir í heild. Þ.e. einhverskonar krossapróf.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.11.2010 kl. 16:41

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Öll framkvæmdin á þessu hefur hinsvegar verið hneysa og hönnuð til að grafa undan hugmyndum um persónukjör.

Það verður ekki sátt í kringum þetta því að minnihlutasjónarmiðin eru þarna dóminerandi, enda held ég að það hafi verið grímulaus smölun í gangi hjá evrópusamtökum, háskólaaðli, vinnuveitendasambandinu ofl hagsmunaaðilum í þá veru.  Þessi lisi er fáránleikinn uppmálaður.  Hér eru 3 fulltrúar landsbyggðar t.d. 

Jón Steinar Ragnarsson, 30.11.2010 kl. 16:47

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Sammála, Jón Steinar. Ég fiktaði bara við kaldhæðni með "frábæra" orðinu.

Ívar Pálsson, 30.11.2010 kl. 18:09

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er athyglivert hversu galopið þetta kosningakerfi er fyrir þrýstihópum.  Það er í raun verkefni fyrir stærðfræðinga að skoða. Sýndrlýðræði, hannað til að vinna gegn lýðræði.

Í þessum kosningum kusu ríflega 80.000 manns og það nægði að fá tæp 350 atkvæði til að ná kjöri í 25 manna úrtak!  Ætlar einhver að segja mér að þetta sé normal?  Skyldi þetta vera hannað í Brussel?

Jón Steinar Ragnarsson, 30.11.2010 kl. 18:18

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

78 sinnum var kastað teningum til að fá þessa 25!  Hver seðill var knúinn undir útsláttarkerfi í stað þess að láta heildaratkvæðafjölda ráða. Þ.e. ef menn hefðu látið sér nægja að fólk krossaði við 1-25 aðila og talið svo krossana við hvert nafn, þá var kerfið þannig að sumir kusu alfarið einhverja aðra en þeir merktu við!

Ég legg til að þessi gerningur verði ógildur og að alþjóðleg rannsóknarnefnd komi að þessu máli eins og þörf er á í öðrum kúguðum ríkjum.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.11.2010 kl. 18:25

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það eitt að aðeins 35% kosningabærra manna tæki þátt í þessu ætti að vera nóg til að ógilda gerninginn per se. Hér kom krafan um kosningu frá þinginu en ekki fólkinu og fólkið hafnaði kröfu þingsins.  Fólki var ýtt út í þetta til þess að kaupa framlengingu fyrir ríkistjórnina á meðan þjóðin sá engan tilgang í þessu nú og taldi allt annað mikilvægara á þessum tímapunkti.

Þótt ég væri á móti þessu leikriti og spuna, þá kaus ég, því það var óábyrgt af mér að gera það ekki þrátt fyrir allt. Meirihlutinn hunsaði þetta og því á að láta sem þetta hafi aldrei verið gert, endurskoða þetta andlýðræðislega fyrirkomulag og kjósa þegar meira jafnvægi ríkir og meira aðkallandi mál eru leyst.

Tilgangur þessa leikrits er einn, frá hendi ríkistjórnar J'ohönnu og kemur skýrt fram í skýrslu Evrópusambandsins fyrr í ár:

"Legislation to elect an advisory constitutional assembly was adopted in June. The task of the assembly is to prepare a proposal to parliament for a new constitution. Among the issues to be addressed is delegation of powers by the State to international organisations."

Semsagt: Framsal fullveldis!  Er enginn að kveikja á perunni? Sennilega ekki, því um þetta hafa EU-RUV og baugsbleðlarnirverið algerlega hljóðir.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.11.2010 kl. 18:43

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Taktu eftir að þetta framsalsatriði er efst í huga skýrsluhöfunda og ekki eru þeir að grípa það úr lausu lofti.  Þeir hafa fengið fyrirheit frá Össuri og Jóhönnu um að þessu verði kippt í liðinn, sem hluta að aðlöguninni.  Þorvaldur Gylfason og Eiríkur Bergmann eiga svo að sjá um skítverkið með legátum sínum.

Það var ekki minnst einu orði á þetta mikilvæga prospect í kosningabaráttunni né af fulltrúum í framboði af því að flestir vissu ekki af þessu fyrir það fyrsta og hinir sem vissu, þögðu.

Þetta er lykilástðan fyrir því að blásið var til stjórnlagaþings, því stjórnarskráin í núverandi mynd er þrándur í götu innlimunnar. Það er hin ófrávíkjanlega staðreynd.

Einhver myndi segja samsæri eða taka dýpra í árinni með vísan til laga. Ég læt hvern og einn meta það í sínu hjarta, en það er víst að ég er með mikið óbragð í munni.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.11.2010 kl. 18:53

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þeir sem völdust á stjórnlagaþing eru að mestu fulltrúar "Silfurs Egils" og þar hafa komið fáir af landsbyggðinni.  Til hamingju Egill Helgason. Sjálfsagt verður það þeirra hlutverk að "koma" ákvæði inn í stjórnarskrána, sem gerir það auðveldara fyrir Heilaga Jóhönnu & co að innlima landið í ESB.

Jóhann Elíasson, 30.11.2010 kl. 19:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband