Styðjum íslensku lausnina

Nú fer hver að verða síðastur til þess að skuldbinda ríkisstjórnir í Evrópu vegna falls banka, þar sem reglur ESB/EFTA beinlínis banna það og „íslensku lausninni“ er hampað erlendis sem módeli er beri að fylgja frekar en t.d. írsku leiðinni að ábyrgjast allt. Okkar lausn felst í því að láta bankana falla með um 10.000 milljarða króna skuldir á eigin baki en ekki íslensku þjóðarinnar.

 

tvieykid_gettyimages.pngTvíeykið hindrar lausnina

En það er eitt tvíeyki sem stýrir annarri leið að hluta og það er Steingrímur J./ Jóhanna: þau eru harðákveðin í því að klína nokkur hundruð milljarða króna ábyrgð á þjóðina, hversu fimlega sem Forsetinn verst og þjóðin hafnar afarsamningum þeirra broddskötuhjúa. Sér fólk ekki hvað svona ábyrgð getur kostað? Þegar gengi krónunnar fellur eða raunvirði eigna Landsbankans kemur í ljós, t.d. húseignir sem enn eru of hátt skráðar, þá skellur það allt á okkur í risaupphæðum. Biðin hefur margborgað sig hingað til og áfram, því að ESB herðir reglurnar daglega sem farið er eftir við úrlausn svona mála, Íslandi í hag. En auðvitað átti að neita þessu strax og við hvert tækifæri síðan eins og Ólafur Ragnar Grímsson gerir vel og réttilega.

 

Ábyrgðum neitað, krónunni haldið

Jafnt hálærðir hagfræðingar sem viðskiptajöfrar hins vestræna heims mæla nú með íslensku lausninni í viðskiptamiðlum, að neita ábyrgðum ríkisins á einkabönkum en halda eigin gjaldmiðli í storminum og eru harðir á því eins Sjálfstæðisfólk að alls ekki megi hækka skatta eða auka álögur á þjóðina sem er á hnjánum fyrir.

 

islenskifalkinn.pngErfiðasti hjallinn

En þar komum við að erfiðasta vandanum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í herkví fjórðungs síns, ESB- aðildarsinna, síðan á landsfundinum fræga árið 2007. Flest varð að gera fyrir Samfylkinguna til að halda friðinn við hana og þennan fjórðung flokksins. T.d. virðist texti stjórnmálaályktunar síðasta landsfundar Sjálfstæðisflokksins frá 26. júní 2010 gleymast hjá forystu hans. Ályktunin var m.a.:

„Sjálfstæðisflokkurinn setur fram þá skýru kröfu að umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu verði dregin til baka án tafar...“

... segjum við JÁ við:   Að íslensku þjóðinni vegni best utan ESB.“

„Við segjum hins vegar NEI við: 

  • Löglausum kröfum Breta og Hollendinga í Icesave málinu...
  • Vegferð ríkisstjórnarinnar inn í ESB, enda er mikilvægara nú að stjórnsýslan setji alla sína krafta í að leysa aðkallandi hagsmunamál heimila og fyrirtækja. Þjóðin á að hafa fyrsta og síðasta orðið um hvort aðildarferlinu sé haldið áfram.“

http://www.xd.is/media/landsfundur/stjornmalaalyktun_endanleg.pdf

 

Bjarni Benediktsson VERÐUR að taka af skarið núna og hafna Icesave samningum alfarið, annars leggur hann álögur á þjóðina og klýfur flokkinn sjálfkrafa í leiðinni. Þá kæmi fram hægri- krata- ESB flokkur sem er að vísu hið besta mál, því að þá hreinsast loftið og aftur verður hægt að ræða málin umbúðalaust, ekki að fá Véfréttina í Delfí aftur og aftur á fundum og í fjölmiðlum. Sá tími er liðinn.

 


mbl.is Farið yfir Icesave-viðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Algjörlega sammála þér Ívar.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 9.12.2010 kl. 00:11

2 Smámynd: Einar Guðjónsson

Það mætti ætla að þú haldir að íslensk yfirstétt í stjórnarráðinu taki rökum.

Einar Guðjónsson, 9.12.2010 kl. 00:27

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Loks þegar stjórnarandstaðan fær færi á að ljúka þessum ósköpum, t.d. með því að harðneita stuðningi við Icesave-gjörninga á þessum lykiltímum, þá ætlar hún að "skoða"það! Kannski „eftir helgi“ eins og Jóhanna eh Sigurðardóttir!.

Ívar Pálsson, 9.12.2010 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband