Samstöðugríman tekin niður

Bjarni Benediktsson var kosinn formaður Sjálfstæðisflokksins sem „sátt“ á milli ESB- sinna og ESB- aðildarandstæðinga innan flokksins. Margoft reyndu flokksmenn, þ.á.m. ég, að spyrja Bjarna á fundum um tvennt: Ætlarðu að semja um Icesave og halda ESB- aðlögun áfram, ef þú kemst til valda? Hann var jafnan háll sem áll og fékkst ekki til þess að segja: „nei og nei“. Einfaldlega vegna þess að hann vildi jánka hvorutveggja  en mátti það ekki, því að þá hefði hann ekki verið kosinn áfram.

ESB/Icesave eða ekki?

  er komið að þeim stað í Veislunni að sannleikurinn birtist. Aldrei mátti nefna ESB- snöruna í hengds manns húsi, en ekki verður feigum forðað: Annað hvort aðhyllist maður ESB- aðild eða ekki. ESB- aðildarsinni er gjarnan tilbúinn til þess að samþykkja Icesave- álögur og flest það er færir okkur Gull-Evru  og önnur ómæld gæði við enda regnbogans.  Síðan dregur hann aðra félaga með sér í ESB-pyttinn í nafni samstöðu, líkt og Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon gerðu í sínum flokkum.

Óttinn við valdaleysi

En þetta átti ekki að vera hægt í Sjálfstæðisflokknum, sem hefur sýnt skýra andstöðu í skoðanakönnunum og á Landsfundi. Hugsanlega veldur þar hræðsla forystunnar við það að komast ekki til valda á endanum nema með samkomulagi við Samfylkingu, enda er ekki farandi í stjórn með þjóðnýtingarsinnum í Vinstri grænum. Við Sjálfstæðisfólk vitum hve dýru verði slíkir afarsamningar með Samfylkingu hafa verið keyptir. En að láta þjóðina gjalda sem heild vegna Icesave má ekki gerast, hvar í flokki sem menn standa. Þingflokkurinn verður að endurspegla flokkinn allan í andstöðu sinni.

Þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave og ESB- aðlögunarferlið

Einungis þjóðaratkvæðagreiðsla getur gert út um svona risastórt mál eins og Icesave, sem slær öllum skattahækkunum og öðru stjórnarklúðri við. Og ef farið verður  af stað með slíkt, þá liggur beint við að spyrja þjóðina líka hvort draga skuli ESB- aðildarumsókn til baka strax eður ei. Þá verður loks hægt að taka á málum sem skipta sköpum, eins og atvinnu- og samkeppnismálum.

Styðjum við bakið á þeim þingmönnum Sjálfstæðisflokksins sem sýna andstöðu við Icesave þrátt fyrir mótbyrinn. Hlustum á ungliðana sem erfa landið og skuldirnar.


mbl.is Ólga vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Og ég er hræddur um að "NÆSTU" svik hans verði í sambandi við ESB-innlimunina.

Jóhann Elíasson, 4.2.2011 kl. 09:38

2 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Ef Icesave málið er úr sögunni, geta Vinstri grænir og Sjálfstæðisflokkurinn sameinast um tvennt: Andstöðu við umsókn um ESB og "ligeglad" afstöðu gagnvart stjórnlagaþingi; þykir engin synd þó það sé blásið af.

Flosi Kristjánsson, 4.2.2011 kl. 12:41

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þjóðaratkvæði takk.  En hver vill hafa forgöngu, ég hef einhvernvegin ekki trú á að indefense verði til þess núna.

Magnús Sigurðsson, 4.2.2011 kl. 14:55

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég skora á "ÞJÓÐARHEILL" að fara að undirbúa undirskriftasöfnun fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu, þeir hafa barist ötuglega gegn samþykkt samningsins.

Jóhann Elíasson, 4.2.2011 kl. 16:22

5 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Ekki veit hvað ég mundi gera ef til þjóðaratkvæðagreiðslu kæmi um þetta mál,tel mig ekki hafa nægar upplýsingar. Sagði Nei í fyrra nú væri ég í miklum vafa.

Ragnar Gunnlaugsson, 4.2.2011 kl. 16:52

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Varla þarf að vera í nokkrum vafa þegar ekki hefur einu sinni verið skorið úr um hvort greiðsluskylda er einu sinni fyrir hendi...................

Jóhann Elíasson, 4.2.2011 kl. 17:18

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

    Hlustaði á Pétur Blöndal,    síðan kom Sigmundur Davíð inn á útv.Sögu. Pétur Blöndal er orðin hálfvolgur,talandi um að allt hefði breyst,síðan fyrir 2 árum.     (ég segi það væri helmingi betra ef Steingr. hefði látið vera að skipta sér of mikið af þessu) ,,P.B.:Þá voru allar norðurlandaþjóðir á móti okkur og ESB. nú á L.Í. meira upp í kröfurnar.(ekkert vitað hve mikið). Allt var orðið breytt til hins betra hjá Pétri og heyra mátti til hins betra svo hann gæti kosið já. Ég vil árétta afhverju þá að taka ekki fram það sem hafði batnað til hins betra,í skilnigi þjóðanna,þau höfðu verið upplýst af dugnaðarforkum í Þjóðarheiðri og Indifense hér. Allir þeir málsmetandi málsvarar,sem höfðu komið fram og tjáð sig um að okkur bæri ekki lagaleg skylda til að borga þennan svikasamning. Afhverju nefnir Pétur B. það ekki. Síðan hefur forseti vor lagt mest af mörkum í viðtölum í sjónvarpsstöðvum í Evrópu Fyrirgefðu Ivar að ég legg svona mikið pláss undir,en vil bæta við það var virkilega uppörvandi að heyra í Sigmundi. Hann nálgast viðfangsefni sitt með dýpri skilæningi,hann talar við útlendinga,rétt eins og hinir,spyr og metur ég vil segja rétt.  þá læt ég þetta fara ólagað var að fá hheimsókn,enginn fær að hnýsast í þetta heima hjá mér.

Helga Kristjánsdóttir, 4.2.2011 kl. 17:58

8 Smámynd: Elle_

ICESAVE er kúgun og lögleysa og stórhættulegt efnahagslegu sjálfstæði okkar og ekki síst barnanna okkar, Ragnar.  Hvað þarftu að skoða?  Hvað ertu óviss um?  Og Jóhann, fyrir löngu hefur farið af stað umræða um undirskriftasöfnun.  Nei, ég held ekki heldur að InDefence geri það.  Við borgum ALLS EKKI.

Elle_, 4.2.2011 kl. 21:05

9 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

hér stelur fólk frá hvoru öðru > hvað getur þetta orðið verra

Jón Snæbjörnsson, 4.2.2011 kl. 21:34

10 Smámynd: Elle_

Viljir þú borga kúgun, verðurðu að gera það upp við sjálfan þig, en eins og alþingi, ættirðu að halda okkur hinum utan við það. 

Elle_, 4.2.2011 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband