Með góða samvisku en ekkert umboð

samtaka_nu.pngRéttlætingarfundur Bjarna Benediktssonar á Icesave í dag sýndi fundarmönnum að grunnforsendur Icesave hafa ekkert breyst, að til standi að ganga að ólögmætum kröfum Breta og Hollendinga með því að greiða höfuðstól lágmarksupphæðarinnar. Sú niðurstaða er skýrt í blóra við vilja Landsfundar Sjálfstæðisflokksins og þorra kjósenda flokksins.  Líkt og Steingrímur J. þá hafði Bjarni einungis samviskuna sína til þess að réttlæta þessar óréttlátu aðgerðir, ekki umboð flokks síns til aðgerðanna. Okkur á því að líða betur með að greiða þetta af því að þeir sofa nú með góða samvisku. Við greiðum samvisku þeirra nýju félaga dýru verði.

Þekkt Icesave- varnarræða

Varnarræða Bjarna Ben var þannig  samhljóða því Icesave- hjali sem Jóhanna Sig og síðar Steingrímur J. hafa hjakkað á síðustu árin, sérstaklega að við getum ekki verið þekkt fyrir ósveigjanleika á alþjóðagrundvelli. Eini munurinn var sá að Bjarni nefndi ekki „samfélag þjóðanna“ eins og JS/SJS- tvíeykið tönnlast á. Staðfestan hafi komið okkur á þennan stað, en nú sé komið nóg.

Líkir samningar í þjóðaratkvæði

Nú er víst komið að því að ekki er hægt að semja frekar um Icesave. Gott og vel, segi ég og fjöldinn allur, þá er tími til lokaafgreiðslu málsins hjá þjóðinni, af eða á í þjóðaratkvæðagreiðslu. Síðustu úrslit voru 98% á móti (þá átti að greiða höfuðstól plús kostnað eins og nú)  en hver yrði niðurstaðan núna?

Andstaða við þjóðaratkvæðagreiðslu

Raunveruleg andstaða forystu Sjálfstæðisflokksins við þjóðaratkvæðagreiðslu helgast líklegast af því að Icesave- samkomulagi yrði hafnað og yrði þá ekki hægt að taka það upp aftur samkvæmt Bjarna Ben. ESB- aðlögunin færi þá almennilega í strand. Það er undirliggjandi ástæða ótta Bjarna Ben og forystunnar við það að hafna þessum ófögnuði eins og þjóðin vill.

Góð pólitík?

Augsýnilega á ég margt ólært í pólitík, en nei- takk, ég vil ekki læra það svona. Að fylgismenn (ESB- sinnar) smali og mæti snemma og setjist í fremstu sætaraðirnar klappandi fyrir kamerunum á meðan almenningur aftur í sal maldar í móinn. En ég hlýt að trúa því að amk. flokksmenn sjái að grunndvallaratriði þessa Icesave-máls hafi ekkert breyst, sama hvað huggulegir mjúkmæltir sölumenn þess sýna fram á, með tandurhreina samvisku en ekkert umboð.


mbl.is „Sætti mig við þessi málalok“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TómasHa

Bjarni er með fullt umboð.

Bjarni mun þurfa að endurnýja umboð sitt á landsfundi og svo gagnvart þjóðinni. Miðað við góðar viðtökur á fundinum áðan þarf Bjarni ekki að hafa áhyggjur af flokknum.

TómasHa, 5.2.2011 kl. 22:28

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Síðasti landsfundur var haldinn til þess að forystan hlyti endurnýjað umboð. Þess vagna var vandað til verka og tekið skýrt fram hvað mætti ALLS EKKI gera. Bjarni var kosinn áfram út á það að fara eftir því. Það gerði hann ekki og því er megn óánægja hjá flokksmönnunum 40.000, sama hvað tókst að smala í fremstu raðir salarins á fundinum.

Ívar Pálsson, 5.2.2011 kl. 22:39

3 Smámynd: TómasHa

Hvaða bull er þetta að þess vegna hafi verið vandað til verka. Þessi tillaga kom einfaldlega úr sal og var samþykkt og ef út í það er farið var ekki vandað til verka.

Það breytir því ekki að hann hefur engu að síður fullt umboð, þangað til næsti landsfundur kemur saman.

TómasHa, 5.2.2011 kl. 22:56

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Það virðist lenskan þessa dagana að láta kjósa sig til eins en framkvæma annað af því að samviskan býður þeim svo. Fólk lét sé nægja loðin svör við Icesave og ESB- aðild, því miður.

Til hvers stundar fólk flokksstarf yfirleitt, sem kristallast svo í Landsfundi þar sem lýðræðislegar ályktanir fólksins eru ræddar og teknar saman? Til þess að kjós sér forystu sem hunsar lýðræðið? Flestum hlýtur að þykja á sér troðið.

Ívar Pálsson, 5.2.2011 kl. 23:05

5 Smámynd: TómasHa

Ólíkt sem þú talar um áður varðandi "smölun á fremsta bekk" var ekkert slíkt í gangi. Þótt ýmsir láti í sér heyra í fjölmiðlum er það ekki þar sem sagt að sú skoðun sem hæst heyrist í fjölmiðlum sú skoðun "flokksmanna". Bjarni hefur fært góð rök fyrir málinu og varðandi landsfund.

Það þarf heldur ekkert að deila um að umboðið er fyrir hendi og menn þurfa ekki að efast um það. Þeir sem eru ósáttir við Bjarna geta sagt skoðun sína á landsfundi, menn þurfa ekkert að óttast. Það stendur skýrt í skipulagsreglum flokksins hvenær skuli halda landsfund sem er á þessu ári.

TómasHa, 5.2.2011 kl. 23:12

6 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Um hvað er verið að tala ?   eiga ekki landsmenn  ALLIR AÐ STJÓRNA HER FÖR- EKKI HAGSMUNAPÓLITIK OG STÓLASÓKN ?

 EINN FLOKKUR SEM HEFUR ÞAÐ MARKMIÐ AÐ VINNA FYRIIR SIG EN EKKI þjóðarhagsmuni er í verri málum í dag en hann grunar.

Tími einræðisherranna er á þrotum . her og annarstaðar

Erla Magna Alexandersdóttir, 5.2.2011 kl. 23:26

7 Smámynd: TómasHa

Eins og þú spyrð fyrst virðist þú ekki skilja umræðuna. Það er enginn að tala um flokkshagsmuni vs. þjóðarhagsmuni. Umræðan snýst um formennsku og reglur eins ákveðins félags sem í þessu tilfelli er Sjálfstæðisflokkurinn.

Við gætum alveg eins rætt um skáta, kvennfélag eða hvaða annað félag. Spurningarnar eru þá einfaldlega braut formaður félagsins af sér og ef svo er hvað á að gera.

TómasHa, 6.2.2011 kl. 00:07

8 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Það er vitað, og hann hefur sagt það sjálfur,  að Bjarni vill ekki kalla til landsfund, vegna þess einfaldlega að hann myndi tapa formanskjöri á þeim fundi! hann hefur selt sjálfan sig með þvi a gangast undir þessar klyfjar Icesafe skuldbindingarnar.

Guðmundur Júlíusson, 6.2.2011 kl. 00:52

9 Smámynd: Elle_

Ég er sammála öllum að ofan nema Tómasi H.  Formaður Sjálfstæðisflokksins hagar sér jafn grimmilega og óheiðarlega og Jóhanna og Steingrímur og öll ICESAVE-STJÓRNIN. 

Elle_, 6.2.2011 kl. 01:02

10 Smámynd: TómasHa

Það er óþarfi að örvænta Guðmundur, Landsfundur verður haldinn eins og segir til í skiuplagsreglunum. Seinasti fundur var haldinn í mars 2009, þannig að næsti verður á árinu.

TómasHa, 6.2.2011 kl. 01:07

11 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Ég er að tala um að landsfundur verði haldinn strax.

Guðmundur Júlíusson, 6.2.2011 kl. 01:39

12 Smámynd: TómasHa

Sú hugmynd þín að hann myndi tapa er bara fjarri því að vera jafn gefin og þú vilt vera að láta. Það var mikill meiri hluti sem studdi hann á þessum fundi í gær, stór hluti þessa myndi mæta á landsfund.

Þótt ákveðin hópur manna hafi látið illa á netinu, þá er ekki hægt að túlka þá skoðun endilega sem skoðun hins almenna félaga.

TómasHa, 6.2.2011 kl. 09:13

13 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Að sjálfsögðu er þessi gjörspillti óskapnaður sem kallar sig Sjálfstæðisflokkin, fyrir löngu dauður. Jarðaförin hefur hinsvegar ekki farið fram og líkið rotnar bara á meðan.

Guðmundur Pétursson, 6.2.2011 kl. 18:27

14 identicon

Tomas Ha, ef fólkið á Íslandi hefur sagt NEI við Icesafe hefur bjarni ben EKKERT UMBOÐ að fara aðrar leiðir.  Ef þetta er eitthvað vafasamt hjá þér, og þú skilur þetta ekki ... ertu í verulegum vanda, stærri vanda en þú gerir þér grein fyrir sjálfur ...

Okkur er öllum nóg boðið ...

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 6.2.2011 kl. 20:25

15 Smámynd: TómasHa

Bjarne, ég á þó í litlum vanda miðað við þig. Ég viss alla vegna um hvað var kosið.

TómasHa, 7.2.2011 kl. 10:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband