64% fleiri já heldur en nei

thumbsdown_icesave.pngViðhorfskönnun MMR sem birt er með fréttinni á mbl.is sýnir að 64% fleiri vilja þjóðaratkvæði vegna Icesave en þau sem vilja það ekki. Ólafur Ragnar Grímsson forseti hlýtur að taka þessu sem skýrum skilaboðum þjóðarinnar í vönduðu 12.000 manna úrtaki um það að hafna beri Icesave III- lögunum staðfestingar. Ef hann efast eitthvað, þá eru 12.000 undirskriftir komnar til þess að hvetja hann til höfnunar staðfestingar og þeim fjölgar stöðugt. Bættu þér við á www.kjosum.is

Þingið og sérstaklega stjórnarandstaðan (XD) brást í því að túlka vilja þjóðarinnar. Nú eru góð ráð rándýr. Finnast þingmenn með eðlilega samvisku eða eru allir orðnir eins og Steingrímur J.: að gjalda ósanngirninni atkvæði með hreina samvisku .

Verst er að ekki hefur tekist að sjá hver ætlar að fjármagna (og greiða) vitleysuna  og með hvaða skilyrðum eða samningum. Þær upplýsingar munu líklegast koma of seint, NEMA forsetinn fáist til að bjarga þjóðinni í annað sinn með því að hafna Icesave III.

 


mbl.is Meirihluti vill þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Icesave er eins og "aulaskuldin" svonefnda, sem fíkniefnasalar og mótorhjólagengi skella á saklaust fólk, sem þeim er í nöp við, þótt þetta fólk skuldi þeim ekki neitt. Síðan ef þeim er ekki borguð þessi ímyndaða skuld, þá banka þeir upp á með hnúajárn og kylfur.

Vendetta, 14.2.2011 kl. 17:33

2 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

14741 Undirskriftir kl:20:34

Ólafur Björn Ólafsson, 14.2.2011 kl. 20:34

3 Smámynd: Eyþór Örn Óskarsson

15119 undirskriftir komnar núna kl 21,30

Eyþór Örn Óskarsson, 14.2.2011 kl. 21:29

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Guðmundur Ásgeirsson, 15.2.2011 kl. 03:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband