Ömurleg uppgjöf

Ég engdist undir málflutningi þingmanns flokks míns, Kristjáns Þórs Júlíussonar um Icesave- uppgjöfina beint frá Alþingi áðan. Nú leggja hinir mætustu menn niður vopnin, af því að verið gæti að við yrðum dæmd síðar til þess að greiða það sem þeir samþykkja fyrir okkar hönd (en án okkar samþykkis) að greiða strax.

Ljóst var skv. lögfræðiálitum að ef svo færi að við fengjum á okkur  Icesave- dóm, yrðum við tæpast dæmd til annars en að greiða lámarksupphæðina plús vexti. Við myndum hvort eð er aldrei geta greitt mörg hundruð milljarða króna.

Enn er það svo að Alþingismenn virðast ekki fylgjast með fréttum utan úr heimi. Stjórnmálamenn í Evrópu og Miðausturlöndum hafa hlaðið svo ánauð á þegna sína að í algert óefni er komið. Nú er almenningur að gera sér grein fyrir því að það sem hentar fulltrúum þeirra á þingi, er alls ekki endilega það sem er best fyrir almenning. Þegar völdin færðust frá bönkum og fjármálastofnunum yfir á stjórnmálafólkið, þá endaði það með skuldsetningu almennings, bókstaflega allsstaðar.

Alþingi vætti brók, en veik von er til þess að forsetinn standi sig enn. Þú og þínir geta gert slíkt líkegra með því að bætast á listann kjosum.is

Nú er kviknað á ljósum fólksins! Tölurnar á Kjosum.is rúlla up eins og á bensíndælu fyrir verkfall.


mbl.is Kosið verði um ríkisábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Jamm,heldur humornum það er gott,uppörvandi,m.b.kv.

Helga Kristjánsdóttir, 16.2.2011 kl. 00:10

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.2.2011 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband