Loksins er sorfið til stáls

esbstjornur.pngLoks svarf til stáls í þingflokki Sjálfstæðisflokksins varðandi ESB- umsóknina eftir Icesave- klúðrið. Þorgerður Katrín, fyrrverandi varaformaður flokksins og Ragnheiður Ríkharðsdóttir vörðu ESB- umsókn vinstri stjórnarinnar, en þær eru einmitt í forsvari regnhlífarsamtaka ESB- aðildarsinna sem stofnuð voru þann 16. febrúar síðastliðinn.

Sjálfstæðisfólk berst gegn Lissabon- aðferðinni

Unnur Brá Konráðsdóttir, talsmaður hins almenna Sjálfstæðismanns, talaði fyrir ágætri tillögu sinni um að draga ESB- aðildarumsóknina til baka og naut styrks nokkurra annarra Sjálfstæðisþingmanna til þess.  En Þorgerður Katrín og Ragnheiður, sem löngu er orðið ljóst að eru í kolröngum flokki fyrir skoðanir þeirra, fara líklega brátt að geta beint á réttu staðina hundruðum milljóna króna, ef ekki milljörðum til félaga sem eiga að troða ESB aðild inn í hausinn á fólki með auglýsingum, áróðri og endurtekningu. Gamla Lissabon- aðferðin hlýtur að virka á þetta eins og á stjórnarskrá ESB (Lissabon- sáttmálann) og Icesave, að halda áfram gegn nei-inu endalaust þar til peninga- áróðursmaskínan nær já-i.

Bjarni Ben með kjafti og klóm? icelandeu.png

En aftur að tillögu Unnar Brár: ef Bjarni Benediktsson styður tillöguna heilshugar og berst fyrir henni með kjafti og klóm, þá er enn von með forystu flokksins. En ef hann segist geta tekið þetta til greina, íhugi þetta, situr hjá og vildi sjá einhverja aðra útfærslu eða láta umsóknina renna sitt skeið, þá er engin von.

Sameinuð í samfylkingu ESB?

Til þess að sjálfstætt fólk geti komist úr sporunum, þurfum við öll að fá á hreint hvora lestina hver og einn þingmaður ætlar að taka: ESB- aðild eða ekki. Það eru engir teinar inni á milli. Það er ljóst hvaða klúbbur ESB er, eins og forsetinn nefndi. Brussel er dæmigerð fyrir klúbbinn: stödd í Belgíu sem hefur verið í stjórnarkreppu lengur en allar þjóðir heims nema Írak, vegna þess að Belgía er í raun aðallega tvö lönd. Evrópusambandið hefur að sama skapi skipst í tvenn svæði, norðrið og jaðarlöndin. Efnahagslegur himinn og haf er á milli svæðanna tveggja. Norðrið getur ekki dregið jaðarinn áfram lengur.

Vaxtakostnaður hverrar þjóðar 

Fjölmargir viðskiptajöfrar og sérfræðingar heims sem hafa tjáð sig opinberlega viðurkenna að Evrukerfið og samstýring Evrópska hagkerfa  mun ekki ganga upp í því formi sem það er nú. Þörf yrði á frekari  samstýringu og samhæfingu en það væri frekleg inngrip inn í sjálfstæða efnahagsstjórn hvers ríkis. Því er þetta fast í lás. Einnig er krafist enn frekari fjárútláta til bjargar Grikklandi, Írlandi, Portúgal ofl. ofl. En þau ríki eru komin í ósjálfbæra stöðu, þar sem einu ráðin eru skuldaniðurfellingar banka, ríkin send í „klippingu“ (e. haircut). Vaxtastig þessarra ríkja umfram þýsk skuldabréf er komið út úr korti, skuldatryggingarálag og ávöxtunarkrafa á skuldabréf þeirra yfirleitt, þar sem verðin á sumum bréfunum eru kannski 70-80% af nafnvirði. Þessi ríki eru læst inni í Evrunni sinni og hafa sannarlega ekki lágt vaxtastig, en sífellt er hamrað á því hér og núna jafnvel í auglýsingum að við myndum fá svo lága vexti. Hver Evru- þjóð hefur sinn mjög svo mismunandi vaxtakostnað, allt eftir því í hve djúpt fen hún sökkti sér.

eumeeting.pngÓkeypis hádegismatur er ekki til

Þótt við værum komin í ESB og með Evru, þá værum við ekki komin með lágan vaxtakostnað. Allt fer eftir markaðnum, t.d. mati hvers viðsemjanda eða matsaðila á greiðslugetu  þjóðarinnar. Eða bara framboði og eftirspurn eftir fjármagni. Á meðan við höfum eina vitlausustu vinstri stjórn sögunnar, þar sem t.d. umhverfisráðherrann getur stöðvað stórframkvæmdir í tvö ár án dóms og laga og komist upp með það, þá er ekki von á fjárfestum eða fjármögnunaraðilum sem eru tilbúnir til þess að lána Íslendingum með lágum Evru- vöxtum eins og við værum Svissnesk kantóna. Búast má við einhvers konar ríkis- þjóðnýtingu hvenær sem er, eins og eignarnámi vatnsréttinda nær án bóta. Eða sköttum, biddu fyrir þér! Jóhanna og Steingrímur J. láta Chavez Venesúelaforseta líta út sem mildan markaðssinna með sósíalista- aðgerðum sínum. Hér eru aðgerðirnar gegn fólkinu.

Vinstri græn til bjargar?

Nú þegar Vinstri græn sáu það eins og allir aðrir að vinstri stjórnin aðhyllist ekki þjóðaratkvæðagreiðslur og stefnir ótrauð á ESB- aðild, þá hljóta þau að efast um samstarfið við ESB- Samfylkinguna. Þessa lest þarf að leiða af braut áður en hún verður óstöðvandi. Á meðan stjórnmálaflokkar almennt lepja dauðann úr krákuskel vegna of stífra reglna um fjárstuðning geta ESB- sinnar auglýst ESB- hrunbatteríið sitt eins og enginn verði morgundagurinn.

Hvetjið þingmenn ykkar til þess að styðja tillögu Unnar Brár: aðildarumsóknina að ESB verður að draga til baka strax.


mbl.is Slæmt fyrir Ísland ef evran hrynur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Hressandi lesning Ívar með morgunkaffinu. Takk fyrir.

Jón Baldur Lorange, 18.2.2011 kl. 08:10

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Heyr, heyr!

Ragnhildur Kolka, 18.2.2011 kl. 10:11

3 Smámynd: Elle_

Nei, núverandi stjórn vill ekki að þjóðin ráði, alls ekki. 

Elle_, 18.2.2011 kl. 22:28

4 identicon

Takk fyrir kraftmikið innlegg.

Er ekki kominn tími til að þessar ágætu þingkonur Sjálfstæðisflokksins gefi það upp hvers vegna þær styðji inngönguna? Mér þætti að minnsta kosti gaman að fá að heyra rökstuðninginn.

Ég hef bent á hættur þess að taka upp Evru, sjá hér http://mbj.blog.is/blog/mbj/entry/946809/

og bent á að skv. skýrslu Deloitte frá 2003 mun Ísland verða nettó greiðandi en ekki þyggjandi, eins og margir halda, sjá skýrsluna hér http://www.deloitte.com/assets/Dcom-Iceland/Local%20Assets/Documents/skyrsla%20lokaESB(1)(1).pdf

Svo ekki sé minnst á jöfnunar tilburði sambandsins, þ.e. að taka fé af einum til að láta annan hafa.

Ég hef þann grun að margur hægri maðurinn hafi enga trú á að réttlætanlegt sé að jafna kjör manna með gjafafé og niðurgreiðslum, þ.e. að taka fé af einum til að láta annan hafa (án þess að verðmæti skipti um hendur). Hugmyndafræði hægri manna byggir á því að menn þurfa að rífa sig upp sjálfir af eigin frumkvæði og dugnaði en ekki fá dúsu frá ríkinu. Dúsan mun leiða til spillingar, skekkja markaðinn og skapa óréttlátt kerfi fyrir þá sem eru ekki í náðinni í það og það skiptið. Ef þessar ágætu þingkonur eru sammála þessari hugmyndafræði þá er afstaða þeirra og stuðningur við ESB aðild óskiljanlegur.

Mín afstaða, byggð á rökum en ekki tilfinningum, er því sú að við eigum ekkert erindi þangað inn. Ísland hefur ekkert í ESB að sækja en ljóst er að ESB hefur mikinn áhuga á að fá landið inn því einhver þarf að borga brúsann í Brussel.

Magnús B Jóhannesson (IP-tala skráð) 19.2.2011 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband