Enn er Alþingi að

Hæstiréttur dæmdi kosningu 25 fulltrúa Stjórnlagaþings ólöglega. Þá ræður Alþingi það sama fólk til þess að vera ráðgefandi um stjórnarskrá! Ekki nema von að Ögmundi blöskri. Virðingarleysi ráðamanna fyrir dómsvaldinu er slíkt að þeir eru óhæfir til þess að samþykkja lög sem síðan á að dæma eftir. Nú hafa Jóhanna Sig og Svandís Svavarsdóttir sannað þetta virðingarleysi hvor um sig.

Hve oft á forsætisráðherra landsins að lýsa frati á dómsvaldið áður en hún verður sett af? Er þetta Mubarak/Gaddafi- heilkennið sem er í gangi hér? Þrískipting valdsins er grundvallaratriði sem ekki verður litið hjá, frekar en fullveldinu. Jóhönnu er kannski sama, en ekki okkur þegnunum.


mbl.is Ögmundur ósammála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð Oddsson

Verst að þrískiptingin er ekki nema tvískipting í dag - og varla það þegar lögframkvæmdavaldið hunsar dómsvaldið þegar því hentar.

Davíð Oddsson, 25.2.2011 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband