Afnám hafta: ekki með staðfestingu Icesave III

Seðlabankastjóri lætur eins og Icesave III-staðfesting muni stuðla að afnámi gjaldeyrishafta. Hvert mannsbarn með vasatölvu sér að því er þveröfugt farið: Icesave læsir höftin inni til framtíðar, því að hvert smá- fall gengisins snarhækkar greiðslurnar til drottnaranna.

Nú rænir ríkið meir að segja gjaldeyri af Íslendingum sem halda til útlanda ef þau hafa meir en 350.000 kr. meðferðis í erlendum gjaldeyri. Þess háttar Sovét- höft halda mun frekar áfram ef þjóðin hópast til þess að gefast upp eins og Jón Gnarr, fá „Svavars- leið“ á þessu og kjósa á sig höftin, hlekkjaðir við vegg vitleysunnar.


mbl.is Áætlun um afnám hafta mun róa markaðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er svakalegt að vera með "mannvitsbrekku" gærdagsins í stóli Seðlabankastjóra. 

Magnús Sigurðsson, 16.3.2011 kl. 11:58

2 Smámynd: Sveinn Egill Úlfarsson

Við erum með gjaldeyrishöft sem voru hagstjórnartæki 5 og 6 áratugar síðustu aldar en það sem verra er við erum með seðlabanka og ríkisstjórn sem aðhyllast stjórnskipunarkerfi sem var skapað á 19. öldinni útfært af gamalli flugfreyju og jaðfræðikandídat.

Að segja að hægt sé að samþykkja Icesave og aflétta gjaldeyrishöftunum á sama tíma er svo ótrúlega vitlaust

að það fer í fyrsta sæti yfir alla vitleysuna sem þessu fólki hefur dottið í hug.

Sveinn Egill Úlfarsson, 16.3.2011 kl. 12:34

3 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

56 þingmenn samþykktu síðasta sumar að "ræna" gjaldeyrinum af þér, athugasemdalaust.

Hver heldur því fram að ekki sé hægt að afnema höftin ef Icesave verður samþykkt?

En heldurðu ekki að það verði hægt að lagfæra þau?

Lúðvík Júlíusson, 16.3.2011 kl. 15:31

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Lúðvík, þetta þing hefur gert margan óskundann. Samþykkt Icesave byggir á núverandi gegni eða raunar sterkara. Gengisfall við afnám hafta sendir Icesave- upphæðina í mörg hundruð milljarða. Um það er varla deilt lengur. Allur þunginn er á kauphlið gjaldeyris, sölu krónu þar til jafnvægi næðist, en það er eftir nokkur hundruð milljarða króna útstreymi í gjaldeyri og næst varla stöðugt með þessari óstjórn.

Ákveðnar takmarkanir geta verið nauðsynlegar, en Icesave- greiðslurnar myndu gera það bráðnauðsynlegt að halda genginu eins plat- sterku eins og það er í dag.

Ívar Pálsson, 16.3.2011 kl. 22:39

5 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Ívar, um það er reyndar enn deilt(hvort Icesave krefjist hafta).  Málin skýrast vonandi á næstunni með áætlun Seðlabankans um afnám hafta.

Lúðvík Júlíusson, 16.3.2011 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband