Skýrt svar frá Bjarna Ben.?

euRautt.pngNú þegar mistökin með Icesave (sem Forsetinn bjargaði fyrir horn) eru að baki, þá kemur stóra spurningin sem ég mun spyrja Bjarna Benediktsson formann á fundi Sjálfstæðisflokksins í Valhöll á eftir: Munt þú berjast fyrir því strax að aðlögunarferli Íslands að ESB verði hætt og umsóknin dregin strax til baka? Ef svarið er nei, af hverju í ósköpunum ekki?

 

Skýrt svar vantar

Ástæður þess að svona er spurt eru m.a. þessar: Á Icesave- fundum (líka Icesave 1) spurði ég og fleiri Bjarna Ben. hvort hann myndi hafna samningunum í samræmi við landsfundarályktunina. Ekki fékkst hann til þess, eins og kom berlega í ljós síðar. Á álíka fundum hef ég og aðrir spurt formanninn hvort aðildarumsóknin að ESB yrði dregin til baka ef Sjálfstæðisflokkurinn kæmist að. Ekki fékkst hann heldur til þess að staðfesta það, þótt ljóst sé að langflestum flokksmönnum þyki þessi vegferð ekki tímabær lengur og Bjarni jánkar því raunar líka.

 

ESB- aðlögun að vandræðum

En af hverju þá ekki að hætta þessum ESB- eltingarleik strax, sem er langt frá því að hafa stuðning þjóðarinnar og meir að segja varla þingsins, með allan sinn Euro- sósíalisma? Þarf frekari vitnanna við? Nóg um öll vandræðin hér. Er ekki nóg að sjá ávöxtunarkröfu grískra 2ja ára ríkisskuldabréfa ná 18% í gær? Eða að sjá Moody´s fella Írland um tvo flokka í lægsta fjárfestingarflokk? Eða vexti á 10 ára ríkisskuldabréf Portúgals um 9%? Hver heldur að þessi þrjú ríki nái að borga skuldir sínar? Enginn, ef svona heldur áfram.

 

Evran: Myllusteinn um háls jaðarlandanna

Skjólið í Evrunni er minna en af blæösp í stormi. Grikkland sker sig niður við trog og selur allt sem hönd á festir, símafélög, orkumiðlanir, gasfélög,  flugvelli, spilavíti og hvaðeina. Evrópusambandið vill ekki hleypa Grikklandi í niðurskurð skulda, því að annars verður keðjuverkun í brothættu umhverfi bankakerfisins á Evrusvæðinu, eins og Olli Rehn orðaði það. Hann var eitt sinn stækkunarmálastjóri ESB en er núna Commissioner í gjaldmiðlum og peningastefnu. Smá tilvitnun í hann hér frá því í fyrradag:

Commissioner Olli Rehn - The Brookings Institution - Washington, 14 April 2011

"The euro is not just a technical monetary arrangement, but rather the core political project of the European Union.  As such, it is a symbol of our political will and determination to work together for our common good. That is a further reason why it is worth taking Europe seriously when we say that we are ready to do whatever it takes to defend the euro and financial stability in Europe."

http://ec.europa.eu/commission_2010-2014/rehn/index_en.htm

 

Stýrivestir ESB miðast við stóru vaxtarlöndin, aðallega Þýskaland og eru því hækkandi, til varnar gegn verðbólgu þar. Niðurstaðan er hrun smærri jaðarlandanna.

 

Íslenska leiðin er eina leiðin

 

Íslandi hefði aldrei verið leyft að setja neyðarlögin og skera burt amk. 7000 milljarða króna bankaskuldir ef við hefðum verið í ESB, hvað þá með Evruna sem gjaldmiðil. Stærstu bankar Evrópu, ESB- pólitíkusar og stjórnmálamenn 27 Evrópulanda hefðu sameinast um að hengja okkur í hæsta gálga einkabankaskulda sem alvarleg aðvörun um það hvað gerist ef einhver þjóð óhlýðnast og vill reyna að hysja upp um sig og bjarga sér sjálf eftir að buxurnar eru komnar niður á hæla, heldur en að beygja sig bara fram.

Nú fer ég að fara á fundinn í Valhöll. Meira um Evruna og ESB fljótlega.

 

Hér eru nýjar greinar til umhugsunar:

Euro Doesn't Fly With All the Voters

http://online.wsj.com/article/SB10001424052748703983104576262853895806300.html

Strong currency threatens Ireland, Portugal

http://online.wsj.com/article/SB10001424052748704547804576260852091216660.html

Greece outlines five- year austerity plan

http://online.wsj.com/article/SB10001424052748704628404576264621263907828.html?mod=WSJEurope_hpp_MIDDLTopStories

Moody‘s downgrades Ireland

http://online.wsj.com/article/SB10001424052748704628404576264094193235416.html?mod=WSJ_article_MoreIn_Europe

Moody‘s cuts Irish ratings two levels as government stuggles to plug gap

http://www.bloomberg.com/news/2011-04-15/moody-s-cuts-irish-rating-two-levels-as-government-struggles-to-plug-gap.html

Germany floats Greek restructuring as Papandreou pushes cuts

http://www.bloomberg.com/news/2011-04-15/germany-floats-greek-restructuring-as-papandreou-pushes-cuts.html


mbl.is Tvöfaldur hausverkur af aðild Íslands að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það Á að HENGJA ykkur á hæðsta gálga skuldara.  Það sem þið gerður, er fjármálasvik og glæpur.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 16.4.2011 kl. 10:36

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Setti víst athugasemd mína óvart við greinina á undann. Þú kíkir kannski bara á hana þar.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.4.2011 kl. 10:37

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér er ágæt samantekt á hvað gerðist við samningsborðið. Íslendingar eru æfir. Nú hefur LÍÚ náð óafturkræft að egna alla þjóðina gegn sér. Samfylkingin stendur eftir sterkari fyrir vikið. Frumvarpið fer í gegn. Það er þegar farið að ræða að skella því í þjóðaratkvæði byggt á almennu fylgi.

Way to go guys!

Jón Steinar Ragnarsson, 16.4.2011 kl. 10:46

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Evrópusambandið fær fiskinn. Case closed.

Græðgin lætur ekki að sé hæða.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.4.2011 kl. 10:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband