Evrukrísan magnast við finnsku úrslitin

zeit_true_finns.pngSigurvegarar finnsku þingkosninganna, „Sannir Finnar” með Timo Soini í fararbroddi, valda ESB og Evrusinnum verulegu hugarangri með því að rúmlega fjórfalda sitt fyrra fylgi. Sannir Finnar aðhyllast hefðbundin gildi, varkárni í innflytjendamálum og ákveðni gegn útbreiðslu Múhammeðstrúar. En helsta fylgisaukningin og það sem veldur ESB áhyggjum er staða Sannra Finna gegn Evrunni, ESB- ofstjórn og „björgunar“- lánum ESB sem Grikkland og Írland hafa fengið og til stendur að lána til Portúgal og auka upphæðirnar til allra þriggja. Finnland getur beitt neitunarvaldi sínu til þess að stöðva svona bjargráð fyrir aðrar þjóðir, þar sem finnska þingið verður að samþykkja slíkt til þess að það megi fram ganga.

 

Miðjan tapar, and-ESB sækir víða á

Mjótt er á mununum, þetta veltur kannski allt á einu prósenti hvort Sannir Finnar verða efstir eða næst- efstir í þingkosningunum. En Miðflokkurinn (ESB- sinnar) tapar langmestu. Fyrir liggur að hreyfingin er í þessa átt. Þjóðernissinnaðir flokkar vaxa í Danmörku, Svíþjóð, Hollandi, Belgíu, Austurríki, Ítalíu og Frakklandi. Líka á Íslandi. Þjóðirnar sem best standa  koma helst til með að greiða þessa „björgunarpakka“ í Evrulöndum. Þær standa því gegn pökkunum og ESB- sósialdemókratískir miðjuflokkar missa fylgi vegna þessa. En Grikkland og Írland, þjóðirnar sem pökkum bankanna er þröngvað upp á eru ekki hrifnari og felldu þær ríkisstjórnir sínar sem kölluðu þau ósköp yfir þær.

 

Útleiða leitað

Vinstri ESB- ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur ítrekað reynt að þröngva þjóðinni til þess að taka ábyrgð á einkabankaskuldinni Icesave en tókst ekki. Hún vill samt enn þröngva okkur inn í ESB með öllum ráðum á meðan Evruþjóðir flykkjast að brunaútganginum í stórbruna falsvonanna. Tökum ómakið af hollenska fjármálaráðherranum sem vill hafna umsókn Íslands að ESB og krefjumst þess öll sem eitt að þeirri vitleysu linni nú þegar.

 

PS: Stöð 2 greindi frá finnsku kosningunum en sagði einungis að Sannir Finnar stæðu gegn innflytjendum! Augsýnilega er stórsigur ESB- andstæðinga ekki vinsæll á þeim bæ!


Ítarlegra lesefni á ensku og á sænsku:

http://www.rte.ie/news/2011/0417/finland.html

Europe watches as Finland goes to polls

http://www.guardian.co.uk/world/2011/apr/15/eurosceptic-true-finns-contender-finnish-election

Eurosceptic True Finns party surprise contender in Finnish election

http://www.bbc.co.uk/news/world-europe-13107620

EU bail-out nerves as Finland holds general election

http://www.aftonbladet.se/nyheter/article12896193.ab

"Vi är valets stora segrare"

 http://www.ft.com/cms/s/0/aeed63d4-68d6-11e0-9040-00144feab49a.html#axzz1JoUxorlZ

Finnish poll turns on anti-euro feeling  (ATH: FT krefst innskráningar)

 

Úr Guardian- fréttinni 17/4/2011:

“The campaign has highlighted the impact of the year-long crisis of the euro single currency sparked by sovereign debt emergencies among the weakest of its 17 members. The euro crisis has felled two governments – in Ireland and Portugal, sapped support for chancellor Angela Merkel in Germany, and triggered bailouts of Greece, Ireland, and Portugal to the tune of €270 bn (£239bn). Soini has run a popular campaign threatening to block the Portuguese bailout, sparking alarm in Brussels and elsewhere. The National Coalition party, tipped to supply the next prime minister, voiced confidence on Friday that Finland would not veto the Portuguese rescue. But Soini has won support by regularly insisting that hard-working Finnish taxpayers should not be shelling out to prop up failing economies elsewhere in the eurozone.”

FT 17/4/2011:

Concern has mounted in recent weeks that a strong showing by the True Finns could disrupt efforts to tackle the eurozone debt crisis because Finland, unlike most eurozone countries, requires approval from its parliament to take part in EU bail-outs.

FT 15/4/2011:

As we’ve chronicled in the FT for several months, the once safely pro-EU Scandinavian country has seen an incredible surge in support for the populist True Finns party, which has run on an avowedly anti-euro and “no more bail-outs” platform. A victory for the party, led by MEP Timo Soini, could throw a huge wrench into EU efforts to rescue Portugal.


mbl.is Ljóst að við höfum sigrað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þeir hafa veriðað reyna að krija úr enn eitt beilátið fyrir Grikki og það sama liggur fyrir á Írlandi og í Portúgal. Þrátt fyrir styrkinn frá stóra bróður eru bankar byrjaðir að falla á Írlandi, eins og sjá mátti fyrir.

Þarna suðurfrá hinsvegar eru efnahagskerfin svo tengd að ef gjaldþrot verður, þá verður öruggt dómínohrun. Þar með hrynur Evran og þé er ESB farið fjandans til.

Ég er sannfærður um að þeir geta ekki stoppað þetta og að þetta muni verða mjög hratt þegar loksins brestur. 

Kannski endar Evrópubandalagið bara sem einn útnári Kínverska alþýðulýðveldisins.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.4.2011 kl. 03:04

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Ja, Jón Steinar, Kínverjar hyggjast koma Spánverjum til bjargar með skuldabréfakaup, því að Spánn er "síðasta vígið" til varnar Evrulandi.

Ívar Pálsson, 18.4.2011 kl. 08:43

3 identicon

Finnland er eitt land af mörgum þar sem flokkar lengst til hægri hafa aukið fylgi sitt. Það má nefna helstu foringjana:M le Pen, C Wilders, U Bossi, V Orban, N Farage, H C Strache, J Akselsson. Þessir flokkar eiga sér einkum 3 andstæðinga, þ.e. evruna, ESB og Íslam. þeir sækja fylgi sitt einkum til ungra karla með litla menntun og lágar tekjur. Það er alveg ljóst að Evrópusamrunanum stafar hætta af þessari þróun. Þýska tímaritið Spiegel kallar þá brennuvarga.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 18.4.2011 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband