Myndir frá Maraþoni í slyddunni

Marathon 214 343 298

Nokkrar af myndum mínum frá Vormaraþoni Félags Maraþonhlaupara í slyddunni morgun fylgja hér til vinstri í albúmi (Reykjavik Spring Marathon photos). Bleytan gerði manni erfitt fyrir, vegna hræðslu við að bleyta vélina, en takið viljann fyrir verkið!  Smella þarf aftur á hverja mynd til þess að stækka hana, jafnvel oft. Ég bæti svo smávegis inn í viðbót með tímanum.

Allar myndirnar eru síðan í öðru albúmi, en erlendu (með erlendu niðurhali, en léttar myndir). Athugið að ef fletta þarf á næstu síðu, þá er það neðst til hægri í valmyndinni.

Allur réttur er áskilinn vegna myndanna (ÍP). Marathon334 143 382b


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Að þið skulið nenna þessu...ussussuss..

Jón Steinar Ragnarsson, 1.5.2011 kl. 03:18

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Að vísu fylgdist ég bara með í makindum mínum, Jón Steinar, enda algjör 10km kall. Skíðin, jöklarnir og torfærumótorhjólið heilla alltaf mest. Þeir eru víst langlífastir sem ganga hálftíma á dag, en einhvern veginn finnst mér það ekki alveg sama útrásin!

Við útrásarvíkingar (í 26 ár) þurfum endalaust að fá einhverja ögrun. Það er kannski betra fyrir heildina að maður stundi þetta heldur en fyrirtækja- ævintýri og framvirkar gjaldeyrisafleiður? En handan hornsins eru nú alltaf ótrúleg tækifæri, ekki satt? Eins og næsta stórmynd? Þú náðir þessu vel þegar þú lýstir kvikmyndabransanum árið 2007. Eltingarleikur við regnboga, er það sem manni dettur í hug.

Ívar Pálsson, 1.5.2011 kl. 07:42

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jú,jú...þetta er alltaf alveg að smella en svo...

Annars hef ég fengið minn skerf af útiveru, jöklaferðum og klifri á meðan maður var í þessum "bransa".  Það var nú það skemmtilega við þetta allt að ferðast og sjá landið sitt og exótíska staði um víðan völl.  Hefði sennilega lítið séð ef ég hefði ekki haft erindi.  Maður er svoddan anti-sportisti að það hálfa væri nóg. Ekki að ég sé á móti sporti per se, en ég sé mig ekki ná hugarástandinu í það, né hef ég líkamlega burði held ég.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.5.2011 kl. 08:39

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Jón Steinar, meðalhófinu í þessu, anti- sporti eða sporti er erfitt að ná, eins og t.d. í hlaupunum: mig dauðlangar að halda áfram meira og lengra eftir að ég kláraði hálfmaraþon í fyrra, en hreinlega veit að það fellur ekki að 30 ára planinu: að fara 10km á jafn mörgum mínútum og árin eru hverju sinni eftir 50 ára aldurinn.

Langtíma- metnaður vegna þessara mála gengur út á það að halda heilsu. Ef þér tekst það með jafn- lítilli hreyfingu og þú lýsir þá er það í rauninni gott að nokkru  leyti: Kenningin um staðlaðan heildarfjölda hjartslátta allra lífa er nokkuð seig. Kólibrífuglinn með sín allt að 1260 slög/mín endist bara árið. Ég man ekki þennan staðlaða fjölda hjartslátta í lífi hverju (um 2,5 ma), en augljóst er þá að þessi auknu læti gagna hraðar á forðann. Það staðfestist líka með súrefnisnotkun í líkamanum, þegar súrefnisbruni er aukinn, þá myndast meiri súrefnisúrgangur, sem veldur krabbameini. Svo eru það "telemeres" litningatöglin, sem endurnýjast bara 50 sinnum og síðan er öllu lokið í frumunum. 

En samt er frábært að hlaupa! Elli kerling er skilin eftir og maður getur frekar stundað alls kyns ólifnað. Þá er tilganginum náð.

Ívar Pálsson, 1.5.2011 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband