ESB: „75% af fiskistofnum okkar eru ofveiddir“

esb_veidilond.jpgNú birti ESB nýja fiskveiðistefnu en staðfestir að sú gamla brást. Sameiginleg fiskveiðistefna ESB hefur verið í gildi í 28 ár, en Maria Damanaki, sem fer með  sjávarútvegsmál í framkvæmdastjórn ESB kveður stefnuna hafa brugðist.  Hún segir:

„Um ofveiði er að ræða: 75% fiskistofnanna eru ofveiddir og samanburður við aðrar þjóðir í þessum málum kætir okkur ekki. Við verðum að breyta okkar háttum. Ég tala hreint út- við höfum ekki efni á að halda lengur áfram eins og ekkert hafi í skorist, vegna þess að fiskistofnarnir hafa virkilega hrapað.“

 

Samkvæmt ESB- framkvæmdastjórninni, þá eru fiskistofnar Miðjarðarhafsins ofveiddir um 82%, en 62% í Atlantshafi.

Tillaga Damanaki er að veiðiflotum verði tryggður framseljanlegur kvóti í amk. 15 ár og brottkast verði bannað.

 

Trúir einhver Íslendingur því að ESB geti núna haldið aftur af stærstu ofveiðiþjóðum sínum (eins og Spáni, sem er í römmum efnahagsörðugleikum), frekar en sl. 28 ár? Í ESB myndi kvóti Íslendinga líklega skiptast á 29 þjóðir, en fiskistofn þeirra sjálfra er hruninn skv. framkvæmdastjórninni sjálfri!

 

En við fengjum þó alltaf möguleika á því að greiða í björgunarsjóð Evruríkja, til bjargar Grikklandi, Portúgal og Írlandi, sem þáðu „björgun“  en eru öll komin í ruslflokk.

 

Sá eða sú sem leggur enn til að Ísland gangi í ESB núna, fylgist ekki með erlendum fréttum, að hætti forsætisráðherranns ykkar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Ef það er ekki flóknara en þetta að breyta stefnunni núna, þá verður það jafn auðvelt seinna, með Ísland innanborðs. Þar hefðum við atkvæði upp á rétt rétt rúman hálfan tíundapart úr prósenti.

Að láta sér detta í hug að fara inn í Sambandið og færa formleg yfirráð yfir auðlindinni til Brussel er hreint og klárt brjálæði.

Haraldur Hansson, 14.7.2011 kl. 00:54

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Ein af mörgum ástæðum til að draga umsóknina til baka.  Svo halda menn hér, að allt sé vitlausast í okkar fiskveiðistjórnun. Ætli það sé ekki talsvert til í þeim ugg hjá okkur, að þessar fiskveiðiþjóðir bíð eftir opnun miðanna hér.  Ivar takk fyrir þetta.

Helga Kristjánsdóttir, 14.7.2011 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband