Lágir vextir í Evrulöndum: hugarburður

Jóhanna, taktu eftir þessum fréttum:  Grikkland 30%, Írland 20%. Það eru vextir 2ja ára skuldabréfa þessarra Evrulanda núna. Lágir vextir í Evrulöndum er þvílík mýta að engu tali tekur. Ítalía fer hækkandi, en þar munar um hvert prósent: Ítalska ríkið er skuldugra en Grikkland, Írland og Portúgal samanlagt. 

Hvert skuldabréf hjá hverri  þjóð hefur sitt skuldatryggingaálag og ávöxtunarkröfu. Markaðurinn ákvarðar raunvexti á hverjum stað, t.d. miðað við aðgerðir stjórnvalda. En það er þar sem markaðirnir eru „hreinir“. Nú er talað um „skítuga“ markaði eins og í ESB þar sem búast má við feikna- inngripum pólítíkusa hvenær sem er. Platpeningum er safnað í fjallháa bjargráðasjóði til bjargar jaðrinum, með þeim skilyrðum að þau lönd svelti skattpínd til eilífðarnóns. En fyrir vikið hækka vextir skuldabréfanna,  sem tryggir að þjóðirnar eigi ekki fyrir afborgun skuldanna.

Skortur á sameiginlegri yfirstjórn fjármála Evruríkjanna er vandamálið sem plagar Evruna og er í raun óyfirstíganlegt. Engar líkur eru á því að einstök ríki afsali yfirstjórn  ríkisfjármála til ESB, enda er yfirstjórn alls sem máli skiptir þá komin til Brussel, sem er borg í ríki án stjórnar, Belgíu.

Vandamál jaðarríkja Evrópu hafa færst inn að kjarnanum og nú skerpast línurnar: Frakkland átti að heita innsti kjarni Evrulanda með Þýskalandi, en nú breikkar bilið á milli þeirra tveggja, þar sem Frakkland fylgir Suður- Evrópu í skuldafargani. Eftir stendur Þýskaland með meirihluta þjóðar sinnar á því að Þýska markið verði tekið upp að nýju, í stað þess að moka í bjargarsjóði hrundra ríkja (eins og þýskur almenningur sér þetta). Það vill gleymast að uppruni skuldavandræðanna er einmitt hjá þýskum bönkum, en þeim tókst ætlunarverk sitt, að færa ábyrgðina á skuldunum yfir á einstakar þjóðir með hjálp IMF og ESB.


mbl.is Ítalir láta reyna á skuldabréfasölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband