Evrusvæðið: efnahagslegur samruni framundan

merkel_sarkozyfunda.pngEvrópska skuldabandalagið (ESB) stefnir núna hraðbyri í Sameinaða Evrópu, samkvæmt tvíeykinu Merkel og Sarkozy, sem ráða örlögum ESB þessa dagana. Mörkuðum líst ekki á fyrirheitna landið þeirra, þar sem lausnin er að ráðskast til um fjármál hinna ESB –ríkjanna, auk þess sem skattlagning á fjármálagerninga er nýja lausnin.Sarkozy sagði að framundan væri meiri efnahagslegur samruni Evrusvæðisins.

Heldur einhver ennþá að heppilegra sé að Þýskaland og Frakkland ákveði framtíðarmöguleika Íslendinga heldur en að við gerum það sjálf? Eða að betra sé að synda í skuldakeri Evrópu heldur en að eiga aðeins við okkar eigin skuldir?

Vinsamlegast færið Jóhönnu Sig. þýðingar af heimsfréttunum í einangrunarklefann sem hún hlýtur að vera stödd í, fyrst hún heldur umsókn Íslands að ESB til streitu.


mbl.is Viðbrögðin voru vísitölufall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

hef löngum verið andstæðingur ESB ... verð þó að viðurkenna að efasemdir koma nú upp "óreglulega" þó en nóg til að maður er farin að líta í kringum sig ... við virðumst þe fáir en ráðandi íslendigar sérfræðingar í að fara illa með alla hluti ... ef þessi ríksistjórn kæmi nú til með að sitja áfram (annað kjörtímabil)þá af tvennu illu mundi ég líklega velta enn frekar fyrir mér ESB umsókn ... þjóðin á víst að fá að kjósa um þetta eða þannig hefur verið lagt upp með frá birjun ... lygi kanski eða svik og prettir .. þekkjum það svo sem og höfum sætt okkur við í gegnum tíðina ...

Jón Snæbjörnsson, 17.8.2011 kl. 14:31

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Mig langar að fá það á hreint,hvort þjóðar atkvæði um það séu bindandi eða ráðgefandi eins og haft er eftir Jóhönnu. Mér finnst rök Bjarna fyrir að slíta viðræðum,fyllilega raunhæfar. Á að vera að halda þessu áfram,þar sem ekki má upplýsa um neitt,því það er trúnaðarmál, Esb og ríkisstjórnar. Afhverju? Pallvill,segir það í pistli sínum, aðildarumsókn í felum.

Helga Kristjánsdóttir, 17.8.2011 kl. 23:26

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Því ber að fagna að æ fleiri sjá ljósið (eða myrkrið í ESB- aðild) og krefjast aðlögunarslita, svo að von sé til þess að athafnir stjórnvalda og fyrirtækja beinist á heilbrigðari brautir.

Þjóðaratkvæða- greiðsla um aðild að ESB fljótlega er í sjálfu sér út í hött þar sem andstaða kjósenda er nokkuð ljós og samningsefni eru í lás, en líkast til nauðsynleg til þess að koma óværunni frá sem fyrst.

Ívar Pálsson, 18.8.2011 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband