Maraþonröð

bida_i_rodinni.pngHið ágæta Reykjavíkurmaraþon átti erfiða byrjun í Laugardagshöllinni í eftirmiðdag föstudagsins. Skipulagið var svo undarlegt í þetta skipti að metfjöldi fólks sem höfðu skráð sig á netinu þurftu að hanga í röðum tímunum saman til þess eins að fá afhent gögnin sem voru tilbúin. Óþarfa klúður sem verður vonandi aldrei endurtekið. Sem betur fer var ég í nýskráningu en þar var bara hálftíma röð.

Í ofanálág voru fá bílastæði laus vegna þessa fyrir utan en bílastæðavörður á fullu að rukka!

marathonrod3.png


mbl.is Metþátttaka í maraþoni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þú ert harður í hlaupunum, leitt að þurfa að standa í svona veseni út af slælegu skipulagi. Þar sem fólk þarf að borga skráningargjald, verður að ætlast til að svona hlutir séu í lagi.

Ég hefði viljað taka a.m.k. tíuna, en hef bara ekki tíma um þessar mundir. Tek fram skóna í haust, ef hnén mótmæla ekki harðlega.

Gangi þér vel, á að taka hálft?

Theódór Norðkvist, 20.8.2011 kl. 01:06

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk, Theódór. 10km er passleg vegalengd fyrir mig og flesta aðra. Það reynir vel á, án þess yfirleitt að skapa vanddræði, t.d. með hnén. Gangi þér vel með að fara aftur af stað.

Það gleður litlu sálina hve margir taka þátt í þessu öllu núna. Þetta fer að verða dágóður hluti af þjóðinni og lífgar upp á túrismann.

Njótið heil, öllsömul!

Ívar Pálsson, 20.8.2011 kl. 07:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband