Danir í vanda

danmork2011_kosningar.pngNú er Dönum vorkunn: helmingaskipt þjóðin fær núna yfir sig vinstri stjórn að hætti Jóhönnu Sig. með höftum og hærri sköttum, en slakar á einu, þ.e. innflytjendastefnunni.

Helle Thorning- Schmidt þarf þó að smala enn fleiri köttum en Jóhanna og eiga við enn fleiri „Þráinn Bertelsson- týpur“, skv. niðurstöðu kosninganna. Vandræði Íslendinga virðast hjóm eitt!


mbl.is „Sigri fylgja skyldur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Satt segir þú Ívar, hér mun ekki verða gaman að lifa næstu árin. Fleiri fyrirtæki loka, atvinnuleysi mun aukast og ástandið sem ekki er gott fyrir mun versna. Íslendingar margir gera sér enga grein fyrir því að hér er ástandið ekki gott: http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/image/1109658/ og taka mið af öllu úr sinni íslensku kreppu. Í ESB Evrópu er meiri kreppa en á Íslandi, þó mestmegnis andleg kreppa.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 16.9.2011 kl. 08:03

2 Smámynd: Vendetta

Það væri réttara að kalla það miðjustjórn, því að Radikale Venstre er pólítískt hægra megin við miðjuna og hefur alltaf verið. Socialdemokratiet er pólítískt á miðjunni, SF er aðeins til vinstri við miðjuna og flokkur uppgjafakommúnista og vinstrisócialista er svo vinstrisinnaðasti flokkur á þinginu.

Flokkurinn De radikale Venstre er krabbameinsæxli í danskri pólítík vegna þess að aðalstefnumál flokksins eru tvö:

1. Að reyna alltaf að komast í ríkisstjórn, sama hvaða flokkar hafa meirihluta (vinstri-hægr) og minnir að því leyti á (gamla) Framsóknarflokkinn.

2. Að hleypa eins mörgum múslímum inn í landið og mögulegt er. De Radikale réðu alfarið innflytjendastefnunni á 9. og 10. áratugnum og innflytjendurni urðu fleiri hundruð þúsund á þessu tímabili og skv. félagslögunum (socialloven) 1983 höfðu þeir forgang að félagslegum íbúðum. Vestrænt land getur ekki borið það að 10% af íbúum séu innflytjendur sem ekki viðurkennir lög og siði gestgjafalandsins.

Það voru margir sem bentu á, að fylgi Rad. Venstre væri alltaf uþb. jafnt og fjöldi múslíma, því að allir aðrir hættu að kjósa þá. 

Það var m.a vegna innfytjendamála, að Poul Nyrup missti völdin 2001, enda flúðu margir kjósendur Soc. yfir til Dansk Folkeparti. Hins vegar er það hefð fyrir því í Danmörku að ríkisstjórnir (eða pólítískar blokkir) séu við völd í einn áratug í einu:

8. árat.: Rauð blokk, Anker Jörgensen.

9. árat.: Blá blokk, Poul Sclüter.

10. árat.: Rauð blokk, Poul Nyrup Rasmussen. 

1. árat.: Blá blokk, Anders Fogh og Lars Lökke.

2. árat.: Rauð blokk, Helle Thorning-Schmidt.

Þess skal getið, að De Radikale var bæði í ríkisstjórn á 9. og 10. áratugnum. Sl. 10 ár hefur DF komið í veg fyrir að Radikale Venstre fengju áhrif, þrátt fyrir það að De Konservative var orðinn alveg ónýtur flokkur.

En nú munum við sjá hvort efnahagsstefnan, sem í raun og veru er stjórnað af ESB, breytist nokkuð.

Vendetta, 16.9.2011 kl. 17:19

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk fyrir áhugaverðar upplýsingar, Vilhjálmur Örn og Vendetta.

Ívar Pálsson, 17.9.2011 kl. 01:39

4 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Undarlegt að kalla þetta sigur. Helle tapaði manni og hennar helsti samstarfsflokkur tapaði 7 þingmönnum. Þetta tap á 8 þingmönnum er meira en 10% þeirra þingmanna sem þessir tveir flokkar höfðu fyrir.

Birgir Þór Bragason, 17.9.2011 kl. 08:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband