Krísa Evrulanda er pólítísk

Krísa Evrulanda er pólítísk krísa, ekki aðeins fjármálaleg. Skuldir Grikkja eru ekki sjálfbærar, það er óumdeilt, enda 98% líkur á greiðslufalli ríkisins. Öll leggjast þau á eitt að þröngva haftaaðgerðum upp á grísku þjóðina, ESB, AGS, EFSF, þjóðhöfðingjar Evrópusambandsríkja og nú Bandaríkjastjórn. En grískur almenningur veit að hann getur aldrei greitt þessar skuldir og t.d. þýskur og finnskur almenningur telur sig ekki eiga að greiða þær. Samtvinnað valdakerfi ESB og bankanna ætlar að þröngva þessum aðgerðum í gegn þrátt fyrir allt.

Botnlangann af?

Grikkir hafa enga leið út úr Evrunni og verða að fá að skera niður skuldir eins og Íslendingar gerðu. Markaðirnir tækju því líklega vel að skera þennan botnlanga af og losa um óvissuna, en stjórnmálafólk í Evrópu tekur það ekki í mál og ætlar að bjarga öllum sínum bönkum, ekki bara þeim kannski 2/3 hluta sem er viðbjargandi.  Grísk bylting sem endar í Ný- Drökmu er því eina lausnin fyrir Grikkina sjálfa.

bloombergdollareurope.pngLausnin: Meira FIAT

Nýjustu samhæfðar aðgerðir seðlabankanna eru endurtekning frá 2008 bankakrísunni, þar sem ýmsir Evrópskir bankar eiga í vandræðum með útvegun lausafjár. Bandaríkin koma til bjargar með aukna fiat- platpeninga ef í harðbakkann slær, en þá næst aldrei að taka á raunverulegu vandamálunum, uppsöfnuðum ofurskuldum og ofgíruðum fjármálagerningum sem færðust frá einkageiranum yfir á ríkin. Federal Reserve seðlabankinn er því núna seðlabanki heimsins og viðheldur Bandaríkjadollar sem heimsgjaldmiðli í viðskiptum.

Lausnin: Evrópuskuldabréf?

Evrópuskuldabréf (Eurobonds) má slá út af borðinu.  Samkvæmt mbl.is (eftir euobserver.com) sagði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sem öllu ræður: Evruskuldabréf væru alger mistök. Til þess að hafa sameiginlega vexti þá þarftu að búa við hliðstæða samkeppnishæfni og hliðstætt fjárlagafyrirkomulag,“ . Nær algert valdaframsal í yfirstjórn fjármála til ESB er forsenda Evruskuldabréfa. Bandaríki Evrópuríkja er ekki í uppsiglingu.

Ofurskuldug Evrulönd

Skoða þarf þær upphæðir sem Evrulönd skulda og vilja nú bæta vel við þær skuldir, þótt álag fari hækkandi. Ítalía ein skuldar 1,9 trilljón Evra, um þrjú hundruð þúsund milljarða íslenskra haftakróna. Ítalía er þriðja stærsta hagkerfi Evrópu og er því í raun greiðandi að Grikkjaskuldunum, en ítalskir bankar eru þar stórir skuldareigendur. Stærstir þeirra eru þó franskir bankar í öðru stærsta hagkerfi Evrópu. Þeir eiga mest af skuldum Grikkja, sem verða nær örugglega skornar niður, nema franskur almenningur og öll hin 17 Evrulöndin samþykki að styrkja Grikki með öðrum risastórum gjafapakka sem fer mest í að greiða frönskum og þýskum bönkum!

Hagvöxtur að hætti Jóhönnu

Nýjar hagtölur sýna að hagkerfi ESB hefur staðnað (vex ekki). Evrópusambandið leyfir ekki að þjóðir taki upp Evru nema með ESB- aðild og aðhaldi skv. Maastricht reglum, ef einhver þjóð fyrirfinnst sem ganga vill í Evrópska Skulda- Bandalagið núna.

Evrusinnar: Allir í laugina!

Jóhanna Sig., Steingrímur J., Þorgerður Katrín ofl. Evrusinnar vilja að við hendum okkur út í djúpa enda ofangreindrar Evrópuskulda- sundlaugar með skuldbindingum sem verða ekki aftur teknar til baka. Við buslum frekar í grunnu Íslandslauginni áfram, heldur en að fara í djúpu laugina með alvöru skuldurunum.

Við þurfum aðeins að fá stjórn sem hugsar um annað en aðild að stærsta vandamálapakka heimsins.


mbl.is Tækifæri fyrir ESB í norðri með aðild Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband