Þið fáið ekki eitt Evru- sent!

evropagrikkland.pngSarkozy Frakklandsforseti segir Grikki ekki fá eitt cent af „björgunar“- pakka nema að þeir fari eftir hrunsamningi Þýskalands og Frakklands um Grikkland, sem fól í sér að sú þjóð nái aldrei vexti til þess að greiða skuldirnar upp.

 

Nú finna Grikkir verulega til öryggisins í faðmi Evrunnar, í skjóli Evrópusambandsins og með Evrópska seðlabankann (ECB) að bakhjarli!  Enginn virðist enn spyrja hvort góður hluti björgunargreiðslanna fari ekki bara í afborganir og vexti af lánum.

 

Af hverju á grískur almenningur að staðfesta samning sem tryggir ævarandi áþján, svo að franskir og þýskir bankar lifi?

 

Ef ég væri Grikki, þá segði ég „Nei“.


mbl.is Ræða vanda Grikklands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Við fengum ekki eina evru eða dollar að láni nema að við samþykktum aðkomu AGS? Hver er munurinn? Jú að Grikkjum er tryggt nærri 50% niðurfelling skulda sinna. Þeir hafa jú ekki þurft að upplifa að lán heimila hækkuðu vegna gengisfalls um 50%. 70% Grikkja vilja vera í evrusamstarfinu áfram. En þeir eru ekki tilbúnir að borga sína skatta til ríkisins. Það verður að innheimta viðbótar skatta með rafmagsreikningum þvi annars borgar fólk helst ekki skatt. Ef fólk fer t.d. til Krítar þá sér það að flest öll hús utan ferðamannaborgana eru eins og hálf byggð. Það er vegna þess að þá þurfa þeir ekki að borga fasteignaskatta.

Það standa peningar tilbúnir til greiðslu úr björgunarsjóð en skiljanlegt að það sé ekki hægt að hjálpa þjóð sem er ekki tilbúin að hjálpa neitt til sjálf við að koma sér út úr stöðu sinni. Sem er vegna spillingar og skattsvika sem er áratuga landlæg plága þar.

Magnús Helgi Björgvinsson, 3.11.2011 kl. 13:53

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Magnús Helgi, gríska ástandið er mun dýpra en þú lýsir. Strax eftir hrun 2008 tókst þýskum bönkum að fá gríska sósíal- pólitíkusa til þess að samþykkja greiðslu allra bankaskulda fyrir hönd almennings, eitt allsherjar- risa- Icesave. Í staðinn fengu þeir risalán sem kallast björgunarpakki.

En það dugði náttúrulega ekki til, því að um leið og vextir (eða ávöxtunarkrafa skuldabréfa og skuldatryggingarálag) ruku upp í fáránleikann, þá þurfti að lána Grikkjum meira til þess að þeir gætu borgað bönkunum mun meira. Að lokum var orðið ljóst að afföll skuldabréfanna væru orðin svo mikil að nú þarf skuldareigandi 2ja ára grískra bréfa að greiða kaupanda bréfanna fyrir að taka þau af sér! Ávöxtunarkrafan er komin yfir 100%.

Það breyttist ekkert á markaði við það að Merkel/Sarkozy drógu enn eina kanínu upp úr hattinum í síðustu viku. Það var allt of seint og breytir engu fyrir Grikkjann. Hann sér það bara núna að betra er að hreinsa borðið og byrja upp á nýtt að íslenskum hætti heldur en að samykkja "GreekSave" reikninginn á komandi kynslóðir.

Ívar Pálsson, 3.11.2011 kl. 14:35

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Í evrulandi er hægt að boða til þjóðaratkvæðna, samþykkja þaðí þinginu og af forseta en hætta svo við og segja: "Allt í plati. Þetta var bara hótun og klækjabrögð til að ná mínu fram. Var aldrei meiningin að láta verða af þessu."

Jón Steinar Ragnarsson, 3.11.2011 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband