Framlag til umhverfisvænna mannlífs

Tvaer Sulur

Starfsemi Fjarðaáls og annarra íslenskra álframleiðslufyrirtækja sannar sig enn sem framlag Íslendinga til betri heims. Furðu vekur að fólk sem telur sig umhverfissinnað hér á landi skuli níða skóinn af íslenskum  áliðnaði, á meðan erlendir umhverfissinnar horfa helst til þess að starfsemin erlendis verði eins og á Íslandi einhvern tíma í fjarlægri framtíð.

Álið og útfluttar sjávarafurðir eru hvort um sig 40% útfluttra afurða þjóðarinnar. Þetta eru traustu súlurnar tvær, eins og Öndvegissúlur Ingólfs Arnarsonar í merki Reykjavíkur. Fólk ætti að þakka forfeðrum sínum og samtímamönnum, sem náðu að reisa þessar súlur, í stað þess að höggva stöðugt í þær með meitli eins og Jóhanna og Steingrímur, eða kaffihúsagengi þeirra í Reykjavík 101.


mbl.is Fluttu út fyrir 95 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt V. Warén

Það er annað sem er merkilegt í þessari samlíkingu um turnana tvo, nefnilega að megnið af þessari innkomu rennur beint til Reykjavíkur.

Það er ef til vill tímanna tákn að það skuli einmitt vera skjaldamerki Reykjavíkur.

Mér líst ekki á að flytja rafmagnið út um sæstreng, vegna þess að þá þarf að bæta einni súlu í skjaldamerki Reykjavíkur, - og hvernig rímar það þá við Landnámu? 

Benedikt V. Warén, 4.7.2012 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband