Hrun Evrulanda fellir fiskinn

Cod

Hrun Evrulandanna í Suður- Evrópu hefur afgerandi áhrif á Íslandi, sérstaklega á útflutning sjávarafurða, þar sem þessar þjáðu þjóðir hafa æ minni efni á bestu vörunni, t.d. stórum þorski héðan. Snarminnkuð eftirspurn eftir dýrri vöru í þessum hrjáðu löndum eykur framboðið annað og veldur lækkuðum verðum. Ofan á það bætist stóraukinn þorskkvóti í Barentshafi. Sem betur fer er Íslendingum fært að auka þorskkvóta sinn til þess að koma aðeins á mót við lækkunum á markaði, en framboðsaukning okkar er það lítill hluti heildarinnar að það hefur ekki úrslitaáhrif til frekari lækkunar á heimsmarkaði.

Samkeppni og erfiður lánamarkaður

Við ofangreint ástand á fiskmörkuðum bætist við verðfall á laxi, t.d. vegna mikilla birgða frá Chile. Hillur súpermarkaða fyllast því af tilboðum sem lækka verð á gæðafiski yfirleitt. Lánastarfsemi til fiskframleiðenda og kaupenda hefur einnig tekið stakkaskiptum á heimsvísu. Kaupendur fást ekki greiðslufallstryggðir og framleiðendur fá ekki nema takmörkuð afurðalán. Samkeppnislönd okkar fá gjarnan óbeina ríkisaðstoð við markaðsstarf sitt, sem erfitt er að keppa við.

Ríkið er erfiðasti hlutinn 

En verst er þegar stjórnvöld hér leggja álög á fiskiðnaðinn og gera útgerð og framleiðendum beinlínis ómögulegt að standa sig í samkeppninni. Þau virðast gleyma því að „ávöxtun í fortíð gefur ekki ábendingu um ávöxtun í framtíð“. Lagðar eru álögur á sumpart glæsta fortíð, sem tryggja erfiða framtíð, þegar ljóst er hvernig ástandið er þegar orðið í Evrulöndunum, helstu markaðslöndum okkar, en þau eru jafnframt draumalönd núverandi ríkisstjórnar.

Búast verður við áframhaldandi lækkuðum verðum á fiskmarkaði. Hverjar þær áætlanir stjórnvalda sem miða við annað munu einungis bæta grjóti í bakpokann, þegar okkur er sagt að hlaupa hraðar.


mbl.is Þorskverð gæti lækkað mikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þá ekki eina leiðin að reyna að plægja nýja akra og leita að nýjum mörkuðum? Er ekki Evrópa hvort sem er á leið í einhverja langvarndi lægð með gjörsamlega ónýtt efnaghagskerfi sem búið er að rústa vísvitandi með Evrunni?  

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 21.7.2012 kl. 11:29

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Jú, Kristján, Evran og Suðurhluti Evrópu á sér ekki viðreisnar von. Óþarfi er fyrir íslenska framleiðendur að læsast þar inni með heilu farmana og gámana í komandi hruni, heldur að hefja skipulegan flótta.

En aðrir markaðir í heimskreppu bíða ekkert endilega með faðminn opinn á móti verðum sem voru kannski yfirspennt. Ameríka er þó þegar farin að taka meira og mun eflaust gera það, enda þroskaður markaður. Hætt er við því að t.d. Noregur styrki sína útflytjendur til markaðsstarfs í Kína, sem gerir okkur bara erfiðara fyrir. En ég er ekki að fara fram á einhverja sósíalistastyrki til markaðsstarfs. Bara að Steingrímur J. og Jóhanna eyðileggi ekki fyrir, eins og þeim er sérstaklega lagið.

Ívar Pálsson, 21.7.2012 kl. 13:22

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæll Ivar mér skilst að það væri hægt að selja mun meira til BNA,alla vega segir Kristján sonur minn mér það. Hann er ekki stórtækur í þessu í dag,fiskurinn fer til matsölustaða og líkar mjög vel. Áður seldi hann mest á Evrópu.

Helga Kristjánsdóttir, 22.7.2012 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband